Gunnar: Olnbogarnir í hnakkann tóku mig úr jafnvægi Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar 9. desember 2018 06:44 Gunnar fagnar eftir bardagann. vísir/getty Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Sjá meira
Þrátt fyrir glæsilegan sigur á Alex Oliveira í kvöld var Gunnar Nelson mjög ósáttur með dómarann en mistök hans hefðu getað kostað okkar mann sigurinn. „Ég er fínn en ekki beint ánægður með hvernig allt fór í fyrstu lotu. Ég er mjög ánægður að hafa djöflast í gegnum þetta og svona er að keppa,“ sagði Gunnar skömmu eftir bardagann en það sem gerðist í fyrstu lotu sat í honum. „Hann náði mér með olnbogahöggum sem ég er nokkuð viss um að hafi verið aftan á hnakkann en ég á eftir að sjá þetta aftur.“ Slík högg eru ólögleg en dómarinn greip ekki inn í. Þau höfðu áhrif á Gunnar. Dómarinn stöðvaði svo bardagann og setti þá ekki aftur í sömu stöðu. Hann viðurkenndi mistök sín eftir bardagann. „Þau tóku mig úr jafnvægi og það tók mig smá tíma að jafna mig. Ég náði bakinu á honum og hann var naskur að snúa sér út úr þessu,“ segir Gunnar og bætir við að allar æfingarnar hafi skilað sér í betra þreki en áður. „Ég mætti nokkuð fínn út í seinni lotuna. Ég sá á honum að hann vildi ekki standa. Það kom mér á óvart að hann vildi clincha við mig. Svo kemst ég ofan á hann og það er byrjunin á endanum. Þá beið ég eftir að hann gæfi bakið aftur. Hann slapp í fyrra skiptið en það var ekki að fara að gerast aftur. Olnbogarnir mínir kláruðu bardagann. Hengingin var bara til að fá dómarann að stöðva bardagann.“ Það var gríðarlega mikið undir hjá Gunnari í kvöld. Meira en oft áður en tap hefði gert það að verkum að hann hefði fallið langt aftur á skaranum. Hann er aftur á móti kominn upp í umræðuna með þeim bestu eftir þessa sannfærandi frammistöðu. „Auðvitað var mikið undir en mér finnst það alltaf vera þannig. Það var langt síðan ég barðist en útkoman var góð,“ sagði okkar maður hressari. Hann viðurkenndi eftir bardagann að hafa meiðst á hné í lokaundirbúningi bardagans en hélt því leyndu. Það truflaði sem betur fer ekki mikið í nótt. Gunnar ætlar sér að reyna að berjast meira á næsta ári en það hefur ekki alltaf gengið. „Ég vil vera aktívur á næsta ári. Erfitt að tala um fjölda bardaga því það tekur mig alltaf sex mánuði að fá andstæðing. Ég vil halda mér virkum á næsta ári. Þetta ár var bara þessi bardagi,“ sagði Gunnar en hann þurfti smá læknisaðstoð eftir bardagann en ekkert alvarlegt. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að neðan.Klippa: Gunnar Nelson í viðtali eftir bardagann gegn Alex Oliveira
MMA Tengdar fréttir Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00 Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00 Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29 Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Sjá meira
Gunnar stimplaði sig aftur inn | Svona var bardagakvöldið í Toronto Gunnar Nelson vann sannfærandi sigur á Alex Oliveira, Max Holloway vann Brian Ortega í lygilegum bardaga og Valentina Shevchenko tók fluguvigtarbeltið. 9. desember 2018 06:00
Svona var niðurskurðardagurinn hjá Gunnari | Myndband Í lokaþætti af The Grind er kíkt á bak við tjöldin og fólk fær að sjá hvernig Gunnar Nelson tekur af sér síðustu kílóin fyrir vigtun. 8. desember 2018 19:00
Gunnar sneri aftur með glæsilegum sigri Fór illa með hinn brasilíska Alex Oliveira og vann í blóðugum bardaga. 9. desember 2018 04:29
Þjálfari Gunnars: 2019 verður ár víkingsins Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er mættur til Kanada og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari í kvöld. Hann er bjartsýnn venju samkvæmt. 8. desember 2018 22:30