Stofnandi Twitter gagnrýndur fyrir tíst um Mjanmar Andri Eysteinsson skrifar 9. desember 2018 16:33 Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar. Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Stofnandi og framkvæmdastjóri samfélagsmiðilsins Twitter, Jack Dorsey, hefur legið undir gagnrýni eftir að hann dásamaði Asíuríkið Mjanmar í twitter-þræði í gær. Dorsey sagði frá ferðalagi hans í landinu og hvatti til ferðalaga þangað. BBC greinir frá á vef sínum.Dorsey minntist á hugleiðslu, fallega náttúru og hamingjusamt fólk í landinu. Dorsey minntist þó ekki á ofsóknir og þjóðernishreinsun mjanmarskra stjórnvalda á hendur minnihlutahóps Róhingja í landinu. Myanmar is an absolutely beautiful country. The people are full of joy and the food is amazing. I visited the cities of Yangon, Mandalay, and Bagan. We visited and meditated at many monasteries around the country. pic.twitter.com/wMp3cmkfwi — jack (@jack) December 9, 2018 And if you’re willing to travel a bit, go to Myanmar: https://t.co/9qKm78uq7o — jack (@jack) December 9, 2018 Dorsey, sem stofnaði Twitter ásamt félögum sínum árið 2006, tísti í gær ferðasögu sinni frá 10 daga hugleiðsluferð sinni um Mjanmar. Dorsey dásamaði upplifunina, matinn, fólkið og landið. Notendur Twitter gagnrýndu færslur stofnandans og sögðu færslurnar taktlausar og sökuðu hann um að hunsa veruleika Róhingja í landinu. One of the most tone deaf things I’ve read in a long time. Congrats, that meditation must really be working out for you. — lane hartwell (@lanehartwell) December 9, 2018 This is an extremely irresponsible recommendation. 700,000 #Rohingya forced to flee #Myanmar in just the last few years. Concentration camps still operating in Rakhine state. Thousands of women and girls raped. Babies slaughtered. If only you billionaires would open your eyes. — Jamila Hanan (@JamilaHanan) December 9, 2018 700 þúsund Róhingjar á flótta Samkvæmt skýrslu Amnesty International frá því fyrr á árinu hafa um 700 þúsund Róhingjar flúið til Bangladess þar sem þeir búa nú í flóttamannabúðum. Forsaga málsins er sú að í ágúst 2017 réðust uppreisnarmenn Róhingja á nokkrar lögreglustöðvar í Rakhine-héraðinu í Myanmar. Her landsins svaraði þessum árásum af mikilli hörku í aðgerðum sem sagt var að beint væri gegn uppreisnarmönnunum. Aðgerðir hersins urðu til að þúsundir Róhingja þurftu að flýja heimili sín þar sem þorp þeirra voru brennd til grunna. Stjórnvöld í Myanmar sjá þá sem ólöglega innflytjendur frá Bangladess og neita þeim um ríkisborgararétt í landinu.Þá er fyrirlitning í garð Róhingja útbreidd á meðal almennings í Myanmar.
Asía Bangladess Mjanmar Róhingjar Samfélagsmiðlar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira