Tilgangur fundarins var að ræða samkomulag WOW air og Indigo Partners og atburði síðustu vikna að sögn samgönguráðherra.
Skúli vildi ekkert tjá sig eftir fundinn þegar Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við hann fyrir utan ráðuneytið en glöggir áhorfendur Vísis sjá aftur á móti á myndbandi sem tökumaður Stöðvar 2 náði af Skúla ganga inn í bifreið sína að hann hafði fengið stöðumælasekt.
Skúli ekur um á Teslu en eins og margir vita fær hann afslátt ef sektin er greidd um leið.