„Hrikalegt að finna snjóflóðið taka bílinn með sér“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. nóvember 2018 21:52 Flateyrarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð hefur verið lokað vegna snjóflóðahættu. Stór grafa hefur lokað veginum til Flateyrar. Vísir/Hafþór Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar. Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ökumaður annars bílsins sem lenti í snjóflóðinu á Flateyrarvegi skömmu fyrir klukkan hálf átta í kvöld segir það hafa verið skelfilega lífsreynslu að finna þegar flóðið hreif bílinn með sér af stað. Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar ósköpin dundu yfir en í bíl fyrir aftan þau var vinkona þeirra og með henni tveggja ára dóttir hennar. Þær hafi horft upp á bíl Jóns og fjölskyldu hverfa inn í snjóflóðið og náð að forða því að þeirra bíll færi sömu leið. Jón og samferðafólk hans voru á leið úr veislu þegar atvikið átti sér stað. Hann lýsir því að veðrið á svæðinu hafi verið leiðinlegt, blint og skafrenningur, og í raun það versta sem af er vetri. Hann lýsir því þannig að skyggni hafi ekki verið gott. Allt í einu hafi hann séð svart fyrir framan sig og bílinn tekist á flug. Hann segist hafa áttað sig fljótt á því að þau hefðu lent í snjóflóði og að bakgrunnur hans úr björgunarsveitinni Sæbjörgu á Flateyri hafi hjálpað honum að takast á við aðstæðurnar.Jón Ágúst Þorsteinsson var á ferð ásamt konu sinni og fjögurra mánaða gömlu barni þeirra þegar bíl sem þau voru í lenti í snjóflóði. Bakgrunnur úr starfi björgunarsveita hafi hljáplað honum að takast á við aðstæðurnar.LandsbjörgBílinn fór einhverja tugi metra með flóðinu og stöðvaðist á túni á milli vegarins og fjöruborðsins. Jón þakkar sínu sæla að bílinn hafi ekki farið lengra. Hann hafi oltið með flóðinu frá veginum og endaði á hliðinni á kafi í snjó. Jón komst út úr bílnum í gegnum hliðarrúðu og þaðan aðstoðaði hann barn sitt og konu út úr bílnum. Jón segir að flóðið hafi komið frá þekktum stað, Selbólsurð, en þaðan hafa fallið mörg snjóflóð í gegnum tíðina. Það hafi í þetta sinn svo komið niður á Hvilftarströnd.Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að fjölmennt lið viðbragðsaðila hafi verið sent á vettvang. Vel hafi gengið að koma fólkinu af hættusvæði þar sem þau voru skoðuð af lækni og sjúkraflutningamönnum. Meiðsli þeirra eru lítið sem engin. Í tilkynningunni segir jafnframt að veginum hafi verið lokað og verði ekki opnaður aftur í nótt. Þá var einnig tekin ákvörðun um að loka veginum um Súðavíkurhlíð vegna hættu á snjóflóðum. Jón segir að fjölskyldan sé komin til tengdaforeldra hans og að þar muni þau vera í nótt. Aðstæður á vettvangi verða skoðaðar í birtingu á morgun. Nánari upplýsingar um færð á vegum má finna á vef Vegagerðarinnar.
Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Fimm sluppu ómeiddir þegar snjóflóð féll á bíla við Flateyri Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna flóðsins sem féll á Flateyrarveg. 30. nóvember 2018 20:00