Greina frá viðbrögðum vegna fjárlagabrota Ítala Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2018 09:13 Guiseppe Conte tók við embætti forsætisráðherra Ítalíu í sumar. Getty/Sean Gallup Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir. Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun í dag greina frá hvort sambandið muni beita ítölskum stjórnvöldum refsiaðgerðum vegna brota þeirra á reglum þegar kemur að fjárlögum næsta árs. Ítalir hafa til þessa skellt skollaeyrum við ábendingum ESB um að gera breytingar á fjárlagafrumvarpinu til að draga úr hallanum. Ítalíustjórn hafði frest fram í síðustu viku til að gera verulegar breytingar á fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019, en líkt og búist var við réðust stjórnvöld einungis í smávægilegar breytingar á frumvarpinu. Fólust þær í að Ítalíustjórn sagðist reiðubúin að selja ríkiseignir, verði fjárlagahalli næsta árs meiri en áætlað var.Brýtur í bága við ESB-reglur Fjárlagafrumvarp ítölsku ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í haust, brýtur í bága við þær fjárlagareglur sem ESB setur aðildarríkjum sínum. Samsteypustjórn forsætisráðherrans Guiseppe Conte tók við völdum í byrjun síðasta sumars og samanstendur meðal annars af Fimmstjörnuhreyfingunni, sem kveðst berjast „gegn kerfinu“, og þjóðernisflokknum Bandalaginu. Ítalíustjórn hefur vísað til þess að önnur aðildarríki hafi áður gerst brotleg, skuldir þeirra of miklar. Benda þau á að stjórnvöld í Frakklandi og Þýskalandi, sem saki nú Ítali um að gerast brotlegir verið reglur sambandsins, hafi sjálf gerst brotleg við reglur.Langvarandi vandi Framkvæmdastjórnin hefur hins vegar svarað því til að fjárhagsvandræði Ítalíu hafi verið langvarandi og að Ítalía hafi þegar notið fjárhagslegra tilslakana af hálfu sambandsins, einfaldlega „þar sem Ítalía er Ítalía“, eins og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnarinnar, komst að orði. Juncker segir að ástæða aðgerðanna af hálfu ESB gagnvart Ítalíu séu ekki ríkisskuldirnar í sjálfu sér eða fjárlagahalli næsta árs, heldur sambland af báðu. Útgjöldin séu einfaldlega of mikil í frumvarpinu. Framkvæmdastjórnin hefur samkvæmt reglum sambandsins möguleika á að stórauka eftirliti með ítölskum ríkisfjármálum og jafnvel sekta Ítalíustjórn um háar fjárhæðir.
Evrópusambandið Ítalía Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira