Rússar ósáttir við afskipti af kosningum í Interpol Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:30 Kim Jong-yang, nýkjörinn forseti Interpol. Nordicphotos/AFP Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Sjá meira
Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56