Samþykktu drög að pólitískri viljayfirlýsingu um samskiptin eftir Brexit Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2018 13:27 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði fréttamenn við Downing-stræti 10 í hádeginu. EPA/Andy Rain Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur fagnað drögum að pólitískri viljayfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins sem samkomulag náðist um í morgun. May segir að yfirlýsingin – sem útlisti í grófum dráttum hvernig viðskiptum, öryggismálum og fleiru skuli háttað eftir útgöngu – sé góð fyrir allt Bretland. Stjórnvöld í Bretlandi og framkvæmdastjórn ESB höfðu áður samþykkt 585 síðna drög að samningi um hvernig útgöngu Bretlands skuli háttað þann 29. mars næstkomandi. Þar var meðal annars tekið á greiðslum Bretlands til ESB vegna fyrri skuldbindinga, réttindi borgara og málefni landamæra Írlands og Norður-Írlands sem hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í viðræðunum.Ávarpar þingheim klukkan 15 Breski forsætisráðherrann mun ávarpa breskan þingheim klukkan 15 í dag þar sem hún mun ræða yfirlýsinguna, en hún hefur þegar kynnt drögin fyrir ríkisstjórn. Pólitíska viljayfirlýsingin er mun styttri en sjálfur Brexit-saminingurinn, er ekki bindandi og fjallar um hvernig Bretar og ESB sjá fyrir sér samskiptin eftir útgöngu.Fundaði með Juncker May fundaði með Jean Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í gær og mun hún snúa aftur á laugardag til frekari viðræðna. Enn er deilt um nokkur atriði í drögunum að sjálfum Brexit-samningnum. Þannig hefur spænski forsætisráðherrann Pedro Sanchez gagnrýnt að ekki sé rætt um framtíð Gíbraltar í samningnum og er talið að frönsk stjórnvöld séu óánægð með orðalag um veiðiréttindi í breskri lögsögu.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00 May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Gengur illa að steypa May Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins hafa ekki enn náð þeim þröskuldi sem þarf til að lýsa yfir vantrausti á Theresu May forsætisráðherra og knýja fram leiðtogakjör. 21. nóvember 2018 06:00
May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir. 22. nóvember 2018 09:00