Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 15:15 Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. Fréttablaðið/Stefán Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum. Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. Bréfsendingar hafa dregist saman um 15% á þessu ári sem er mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Nauðsynlegt sé að fá lán frá ríkissjóði en heimild um lán uppá einn komma fimm milljarða króna var felld út í annarri umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. „Áætlun fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að bréfamagn færi um hendur Íslandspósts væri um 7% minni en á síðasta ári. Raunin er hins vegar sú að magnið er um 15% til 18% minna sem þýðir mun minni tekjur en gert var ráð fyrir. Það er ástæðan fyrir því að lausafé skorti. En dreifingarkerfið sem við vinnum eftir er bundið og erfitt að hnika því til nema með breytingum á reglugerðum og jafnvel lögum,“ segir Ingimundur. Þá hafi íslandspóstur þurft að standa undir ófjármagnaðri byrði sem nemi árlega um 600 milljónum króna. Þetta hafi gert það að verkum að gengið hafi verið á varasjóði félagsins. Ingimundur segir að ef lánið komi ekki til geti fyrirtækið ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Þá erum við ekki með fjármuni til að standa undir reikningum,“ segir hann.Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins.Vísir/ArnþórAðspurður um hvort að Íslandspóstur muni eiga erfitt með að endurgreiða lánið komi það til segir hann svo vera. „Við höfum áhyggjur af því og höfum haft það í talsverðan tíma. Ástæðan er einfaldlega sú að póstþjónustukerfið eins og það er sett upp núna stendur ekki undir sér. Forsenda þess að geta greitt að lánum er að hafa tekjur umfram gjöld og öll sú þjónusta sem við veitum þarf að skila tekjum. En sú póstþjónusta sem við erum að veita á undanförnum árum hefur ekki gert það,“ segir hann. Hann bætir því við að öll póstfyrirtæki á Norðurlöndum glími við þennan vanda og segir ljóst að miklar breytingar verði á rekstri fyrirtækisins. „Það þarf að stokka upp reksturinn það hvort sem kemur til lánsins eður ei og enn frekar þarf að gera það þegar ný póstlög taka gildi og ákvörðun verður tekin um afnám einkaréttar. Einkarétturinn hefur það hlutverk að greiða niður alþjónustu þar sem hún stendur ekki undir sér og hann hefur ekki gert það undanfarin ár,“ segir Ingimundur að lokum.
Fjárlög Íslandspóstur Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira