Neyðarkall náttúrunnar Snorri Sigurðsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Miklar hamfarir eiga sér nú stað á jörðinni sem fáir veita athygli og lítið er rætt um opinberlega þó ærið sé tilefnið en það er viðstöðulaus og óvæginn samdráttur á líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu. Samdrátturinn lýsir sér í fækkun lífvera, búsvæði þeirra minnka, stofnar skreppa saman og tegundir deyja út. Í nýútgefinni skýrslu alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna WWF eru tölurnar sláandi, 60% af dýralífi jarðar hafa horfið á síðustu 45 árum. Ótal margir dýrastofnar eru að skreppa saman á óhugnanlegum hraða og stefnir í óafturkræfan tegundaútdauða á stórum skala. Hvað veldur þessu? Jú, orsökin er augljós, stöðug og vaxandi ásókn manna í auðlindir jarðar með tilheyrandi náttúruspjöllum. Sú aukna velmegun, hagvöxtur og neysla sem einkennir líf okkar er dýru verði keypt. Ósjálfbær landnotkun fyrir þéttbýlismyndun, landbúnað, námur eða samgöngu- og orkumannvirki leiðir af sér gríðarlega búsvæðaeyðingu. Nytjastofnar í sjó og vötnum eru ofnýttir og veiðiþjófnaður ógnar mörgum landdýrum. Umhverfismengun er enn gríðarlegt vandamál og þrátt fyrir betra regluverk hefur t.d alltof lítið verið unnið gegn plastmengun í sjó. Framandi ágengar tegundir breiðast út og bola burt öðrum tegundum og þá eru ótaldar afleiðingar loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni. Það sorglega í stöðunni er að þrátt fyrir hversu augljóst og alvarlegt vandamálið er, hefur lítið sem ekkert gengið að snúa þessari þróun við. Fyrir 26 árum var undirritaður samstarfssamningur 196 þjóða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi þess að vernda líffræðilega fjölbreytni. Metnaðarfull markmið, áætlanir og skuldbindingar þjóða hafa litið dagsins ljós en árangurinn algerlega látið á sér standa. Ástandið versnar bara og áhugi ráðamanna er lítill og mun minni en t.d. áhugi á loftslagsvandanum. Nú stendur yfir gríðarlega mikilvægur fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í Egyptalandi og standa vonir til að niðurstaða fundarins verði alþjóðleg samþykkt í anda við Parísarsamkomulagið um loftslagsmál, þar sem þjóðir heims munu standa saman um að snúa þessari þróun við. Óttast er að erfitt verði að ná slíku samkomulagi og er því ekki skrítið að nú heyrist skilaboð um að það „séu síðustu forvöð“ og að „framtíð mannkyns sé ógnað“. Því það er jú málið. Þessi alvarlega umhverfisvá mun á endanum koma niður á okkur mönnunum, og það á mjög afdrifaríkan hátt. Í daglegu amstri gleymist að við erum háð lífríki jarðar á svo ótal vegu. Oft er talað um þjónustu vistkerfa í þessu samhengi. Heilbrigð vistkerfi eru undirstaða þess að margvísleg hráefni fyrir fæðu, lyf og ýmiss konar varning séu til staðar. Býflugur og önnur skordýr fræva plöntur í landbúnaði. Heilbrigð votlendisvistkerfi miðla hreinu drykkjarvatni og vernda okkur gegn flóðum. Kolefnisbinding, hringrás vatns og steinefna, heilbrigði jarðvegs, hreinsun eiturefna úr umhverfinu að ónefndri sjálfri ljóstillífuninni – allt náttúrulegir ferlar þar sem lífverur koma við sögu. Þá eru ótalin verðmætin í óspilltri og fjölbreyttri náttúru fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks, og sem efniviður lista, menntunar og vísinda. Það er því óhætt að segja að mannkynið sé að skjóta sig í fótinn með framkomu sinni við lífríki jarðar. Hvað getum við gert ? Það er ekki of seint að bregðast við. Á þessum vettvangi er tækifæri fyrir Ísland að vera leiðtogi og kalla ég eftir viðbrögðum stjórnvalda. Ísland er aðili að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og til er aðgerðaáætlun, en lítið hefur frést af henni undanfarið og málefnið fer ekki hátt hérlendis, ekki frekar en annars staðar. Úr þessu þarf að bæta. Umræðan um áhrif mannsins á lífríki og náttúru jarðar er krefjandi og óvægin, og er mjög mörgum ekki að skapi, enda kallar hún á stórfellda naflaskoðun um hvernig við högum lífsháttum okkar og gerir kröfur um samdrátt og minni umsvif. Það eru ekki óeðlileg viðbrögð að loka eyrunum við slíku „bölmóðstali“ um boð og bönn og halda áfram að „liffa og njódda“. En ef við viljum vera ábyrgir jarðarbúar þá verðum við að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu og taka erfiðar ákvarðanir. Það er of mikið í húfi, ekki einungis fyrir þær tegundir lífvera sem nú berjast fyrir tilverurétti sínum, heldur fyrir farsæla framtíð okkar á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Miklar hamfarir eiga sér nú stað á jörðinni sem fáir veita athygli og lítið er rætt um opinberlega þó ærið sé tilefnið en það er viðstöðulaus og óvæginn samdráttur á líffræðilegri fjölbreytni á heimsvísu. Samdrátturinn lýsir sér í fækkun lífvera, búsvæði þeirra minnka, stofnar skreppa saman og tegundir deyja út. Í nýútgefinni skýrslu alþjóðlegu dýraverndarsamtakanna WWF eru tölurnar sláandi, 60% af dýralífi jarðar hafa horfið á síðustu 45 árum. Ótal margir dýrastofnar eru að skreppa saman á óhugnanlegum hraða og stefnir í óafturkræfan tegundaútdauða á stórum skala. Hvað veldur þessu? Jú, orsökin er augljós, stöðug og vaxandi ásókn manna í auðlindir jarðar með tilheyrandi náttúruspjöllum. Sú aukna velmegun, hagvöxtur og neysla sem einkennir líf okkar er dýru verði keypt. Ósjálfbær landnotkun fyrir þéttbýlismyndun, landbúnað, námur eða samgöngu- og orkumannvirki leiðir af sér gríðarlega búsvæðaeyðingu. Nytjastofnar í sjó og vötnum eru ofnýttir og veiðiþjófnaður ógnar mörgum landdýrum. Umhverfismengun er enn gríðarlegt vandamál og þrátt fyrir betra regluverk hefur t.d alltof lítið verið unnið gegn plastmengun í sjó. Framandi ágengar tegundir breiðast út og bola burt öðrum tegundum og þá eru ótaldar afleiðingar loftslagsbreytinga á líffræðilega fjölbreytni. Það sorglega í stöðunni er að þrátt fyrir hversu augljóst og alvarlegt vandamálið er, hefur lítið sem ekkert gengið að snúa þessari þróun við. Fyrir 26 árum var undirritaður samstarfssamningur 196 þjóða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um mikilvægi þess að vernda líffræðilega fjölbreytni. Metnaðarfull markmið, áætlanir og skuldbindingar þjóða hafa litið dagsins ljós en árangurinn algerlega látið á sér standa. Ástandið versnar bara og áhugi ráðamanna er lítill og mun minni en t.d. áhugi á loftslagsvandanum. Nú stendur yfir gríðarlega mikilvægur fundur á vegum Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni í Egyptalandi og standa vonir til að niðurstaða fundarins verði alþjóðleg samþykkt í anda við Parísarsamkomulagið um loftslagsmál, þar sem þjóðir heims munu standa saman um að snúa þessari þróun við. Óttast er að erfitt verði að ná slíku samkomulagi og er því ekki skrítið að nú heyrist skilaboð um að það „séu síðustu forvöð“ og að „framtíð mannkyns sé ógnað“. Því það er jú málið. Þessi alvarlega umhverfisvá mun á endanum koma niður á okkur mönnunum, og það á mjög afdrifaríkan hátt. Í daglegu amstri gleymist að við erum háð lífríki jarðar á svo ótal vegu. Oft er talað um þjónustu vistkerfa í þessu samhengi. Heilbrigð vistkerfi eru undirstaða þess að margvísleg hráefni fyrir fæðu, lyf og ýmiss konar varning séu til staðar. Býflugur og önnur skordýr fræva plöntur í landbúnaði. Heilbrigð votlendisvistkerfi miðla hreinu drykkjarvatni og vernda okkur gegn flóðum. Kolefnisbinding, hringrás vatns og steinefna, heilbrigði jarðvegs, hreinsun eiturefna úr umhverfinu að ónefndri sjálfri ljóstillífuninni – allt náttúrulegir ferlar þar sem lífverur koma við sögu. Þá eru ótalin verðmætin í óspilltri og fjölbreyttri náttúru fyrir líkamlega og andlega heilsu fólks, og sem efniviður lista, menntunar og vísinda. Það er því óhætt að segja að mannkynið sé að skjóta sig í fótinn með framkomu sinni við lífríki jarðar. Hvað getum við gert ? Það er ekki of seint að bregðast við. Á þessum vettvangi er tækifæri fyrir Ísland að vera leiðtogi og kalla ég eftir viðbrögðum stjórnvalda. Ísland er aðili að Samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni og til er aðgerðaáætlun, en lítið hefur frést af henni undanfarið og málefnið fer ekki hátt hérlendis, ekki frekar en annars staðar. Úr þessu þarf að bæta. Umræðan um áhrif mannsins á lífríki og náttúru jarðar er krefjandi og óvægin, og er mjög mörgum ekki að skapi, enda kallar hún á stórfellda naflaskoðun um hvernig við högum lífsháttum okkar og gerir kröfur um samdrátt og minni umsvif. Það eru ekki óeðlileg viðbrögð að loka eyrunum við slíku „bölmóðstali“ um boð og bönn og halda áfram að „liffa og njódda“. En ef við viljum vera ábyrgir jarðarbúar þá verðum við að horfast í augu við þessa alvarlegu stöðu og taka erfiðar ákvarðanir. Það er of mikið í húfi, ekki einungis fyrir þær tegundir lífvera sem nú berjast fyrir tilverurétti sínum, heldur fyrir farsæla framtíð okkar á jörðinni.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar