Skerðing ellilífeyris vegna atvinnutekna Haukur Haraldsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Á fundi alþingis 25. október sl. var 1. umræða um frumvarp til laga um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna, lagt fram af þingmönnum Flokks fólksins og Miðflokksins. Það er gott að það sé farið að ræða kjör aldraðra á Alþingi og vonandi verður það til þess að heildræn úrlausn fáist á kjörum aldraðra. Frumvarpið mun þó ekki bæta kjör nema fárra ellilífeyrisþega eða þeirra sem núna stunda atvinnu, og verður hvatning svo að fleiri fari að vinna. Þetta verður einnig til þess að þeir sem eiga nú ekki rétt á bótum vegna hárra tekna fá bætur frá Tryggingastofnun (TR). Einnig mun þetta nýtast þeim sem verða 67 ára á næstu árum og halda áfram að vinna, geta frestað töku lífeyris úr lífeyrissjóði og fá þá fullar bætur frá TR þar sem engar skerðingar verða vegna atvinnutekna. Samkvæmt yfirlýsingum flutningsmanna frumvarpsins mun þetta frumvarp kosta ríkissjóð kr. 0. Það getur eflaust verið að það sé hægt að reikna þetta út miðað við einhverjar ákveðnar forsendur og miða þá við 1.450 vinnandi ellilífeyrisþega sem þegar eru í bótakerfi TR og munu njóta þessara breytinga en þeir eru aðeins um 3% af heildinni. Ef þetta frumvarp verður að lögum munu mjög margir nýta sér það eins og að ofan greinir sem mun skapa ríkissjóði ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt útreikningi TR þá mun bótaréttur hækka um 45% af atvinnutekjum umfram 100 þúsund króna frítekjumark sem nemur 160-180 þúsund krónum fyrir 500 þúsund króna mánaðarlaun. Nú eru 5-6 þúsund manns sem náð hafa 67 ára aldri en hafa ekki sótt um ellilífeyri vegna hárra tekna og er sennilegt að stór hluti þessa fólks muni sækja um ellilífeyri frá TR. Mikil óvissa ríkir því um hver aukning útgjalda ríkisins verður en samkvæmt lauslegri áætlun er um að ræða 10-15 milljarða á ársgrundvelli og mun fara hækkandi þar sem þeim fjölgar á hverju ári sem munu nýta sér þetta. Það er ljóst að frumvarp þetta leysir ekki vanda þeirra ellilífeyrisþega sem hafa ekki atvinnutekjur, lágar greiðslur frá lífeyrissjóðum og lágar fjármagnstekjur, það þarf að velja aðrar leiðir fyrir þennan hóp. Nú er frítekjumark fyrir atvinnutekjur kr. 100 þúsund og kr. 25 þúsund frítekjumark sem gildir fyrir lífeyris-, fjármagns- og atvinnutekjur. Sem breytingu má hugsa sér að hafa frítekjumark sem aðeins gilti fyrir lífeyris- og fjármagnstekjur kr. 125 þúsund, það mundi hækka ráðstöfunartekjur þeirra sem nýttu sér það um kr. 56 þúsund. Jafnframt mætti hækka frítekjumark vegna atvinnutekna um kr. 100 þúsund, þannig að það yrði kr. 200 þúsund sem yrði til þess að margir hefðu hag af því að halda áfram að vinna, en það er nauðsynlegt að hafa þak á þessu frítekjumarki. Tilurð þessara skrifa er að ég hlustaði á umræður viðkomandi lagafrumvarps og kom á óvart að það var samþykkt að veita því brautargengi án athugasemda. Þótt settar séu fram þessar hugmyndir um bætt kjör ellilífeyrisþega eru eflaust betri lausnir til og væri æskilegt að þingmenn og sérfræðingar þjóðarinnar legðu sig fram um að koma með lausnir. Ofangreindum sjónarmiðum er hér með komið á framfæri. Það eru margar leiðir til að bæta kjör aldraðra, en sú leið að bjóða 1% hækkun á persónuafslætti eða kr. 580 eins og ríkisstjórnin býður er ekki boðlegt, það væri hægt að hækka persónuafslátt verulega og hafa hann þrepaskiptan eftir tekjum. Nauðsynlegt er að horfa til framtíðar því það kemur að því að flestir ellilífeyrisþegar geta lifað af greiðslum úr sínum lífeyrissjóði og þurfa ekki bætur frá TR. Skrifað 26. október 2018 af ellilífeyrisþega sem hefur áhyggjur af velferð ellilífeyrisþega og þjóðarbúsins.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar