Styðjum nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum Valgerður Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Valgerður Sigurðardóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Nýsköpun í atvinnulífinu er iðulega fagnað og ýtt undir frekari þrekvirki á þeim vettvangi til að kalla fram örari þróun bæði í tækni, viðskiptum og þjónustu. Til eru ótal sjóðir þar sem nýsköpunarfyrirtækin geta sótt styrki til ákveðinna verkefna bæði hjá hinu opinbera og fjárfestum. Við Íslendingar erum óspör á hvatninguna og hrósið í garð þeirra sem reyna að finna nýjar leiðir til að gera líf okkar allra betra. En þegar kemur að nýsköpun í heilbrigðismálum þá breytist allt. Þar er lítill vilji til þess að sjá einstaklinga finna nýjar leiðir til að gera hlutina, skara fram úr og berjast fyrir hönd þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Enn fremur virðist sem hið opinbera leggi heldur steina í götu þeirra sem berjast af hugsjón í heilbrigðisgeiranum, til dæmis með því að skera niður fjárveitingar til þeirra. Þannig er málum háttað varðandi GET geðheilbrigðisteymi Hugarafls, samtök notenda í geðheilbrigðisþjónustu sem nú hafa misst fjárveitingu sína frá ríkinu. Auður Axelsdóttir stofnaði Hugarafl árið 2003, ásamt fjórum öðrum sem höfðu reynslu af geðröskunum. Hugarafl hefur unnið þrekvirki á síðustu fimmtán árum og lagt áherslu á forvarnir, uppbyggingu í bataferli og endurhæfingu. Starfið hefur breytt og bætt íslenskt heilbrigðiskerfi þann tíma sem það hefur starfað. Notkun hugtaka líkt og bati og valdefling eru nú almennt notuð innan geðheilbrigðiskerfisins en þau þekktust vart þegar starf Hugarafls hófst. Þá hefur Auður verið heiðruð fyrir störf sín og sæmd fálkaorðunni fyrir frumkvæði í geðheilbrigðismálum árið 2017.Heilsugæslan tekur við Á þeim fimmtán árum sem Hugarafl hefur verið starfrækt hefur náðst frábær árangur og fjöldi manns leitað eftir aðstoð. Nú er svo komið að GET sem vann í nánu samstarfi við Hugarafl hefur verið lagt niður en það gerðist 1. september sl. Fjárveitingin fyrir teymið hefur verið færð til heilsugæslustöðvanna. Starf Hugarafls hefur verið í uppnámi vegna þessa en stjórn Hugarafls hefur ekki hug á að gefast upp þrátt fyrir að starf samtakanna sér í hættu og óvissa ríki enn með framtíðina. Með því að loka GET er verið að hefta aðgengi fólks með geðröskun að hjálpinni sem það svo sárlega þarf. Ekki þurfti að panta tíma, allir gátu komið og sótt nauðsynlega þjónustu. Með þessum aðgerðum er búið að draga úr valfrelsi fólks í þessum málaflokki. Þess í stað var tekin ákvörðun um að auka enn frekar álag á heilsugæsluna sem mun gera fólki erfiðara fyrir að nálgast aðstoð hratt og örugglega þegar erfiðleikarnir knýja á dyr. Hjá GET starfaði fagfólk með mikla þekkingu sem vildi koma henni í farveg sem virkaði, farveg sem gagnaðist og var aðgengilegur öllum. Nú hefur ríkið lokað þeim farvegi og beinir öllu í hítina sem er heilsugæslan. Er þetta skýrt dæmi um hvernig nýsköpun og einkaframtak er ekki velkomið í heilbrigðiskerfinu.Þorum að fara nýjar leiðir Eftir stendur að við verðum að gæta að því að þeir einstaklingar sem þurfa á hjálp að halda geti nálgast hana hratt og örugglega. Við stöndum frammi fyrir fíknifaraldri og sjálfsvígstíðni hefur aldrei verið hærri, ef einhvern tíma hefur verið þörf á því að hafa val um fjölbreytt úrræði þá er það núna. Úrræðin spila oft saman eins og í tilfelli Hugarafls og GET og því verður að passa að keðjan slitni ekki eins og í þeirra tilfelli. Á bak við hverja tölu í Excel-skjalinu um kostnað hjá ríki og sveitarfélögum við úrræði sem þessi eru einstaklingar sem kjósa að leita sér hjálpar og koma sér aftur út í samfélagið. Það verður að bregðast við með varanlegum lausnum, líkt og að tryggja starfsemi GET og Hugarafls fjárhagslegt öryggi til frambúðar. Við þurfum ekki að vera hrædd við að styðja við bakið á nýsköpun í geðheilbrigðismálum. Þeir sem sýna árangur eiga ekki að þurfa að berjast fyrir tilvist sinni. Þeir einstaklingar sem taka þennan slag með nýjum leiðum og úrræðum eru ekki bara að spara á endanum tugi milljóna, heldur eru þeir að bjarga mannslífum og það verður seint metið til fjár. Höfum dug og þor til að fara nýjar leiðir og hjálpum þeim sem vilja byggja upp nýjar lausnir. Tryggjum að starfsemi GET og Hugarafls geti haldið áfram.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar