Segir betri tök á innflytjendamálum lykilinn í baráttunni gegn popúlisma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Hillary Clinton telur að rekja megi upprisu popúlista í Evrópu og Bandaríkjunum til umræðu um innflytjendur. Getty/Scott Olson Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn. Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn.
Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00