Segir betri tök á innflytjendamálum lykilinn í baráttunni gegn popúlisma Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 18:45 Hillary Clinton telur að rekja megi upprisu popúlista í Evrópu og Bandaríkjunum til umræðu um innflytjendur. Getty/Scott Olson Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn. Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Evrópuríki þurfa að taka betur á innflytjendamálum til að vinna gegn upprisu hægri popúlista í heimsálfunni. Þetta er mat Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Í viðtali við The Guardian, sem er hluti af umfjöllun miðilsins um upprisu hverskyns popúlistaflokka í Evrópu, segir hún að Angela Merkel Þýskalandskanslari hafi sýnt mikla gestrisni en gaf í skyn að innflytjendamál væru að æsa upp kjósendur og að þau hefðu átt stóran þátt í kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ákvörðun Breta að segja sig úr Evrópusambandinu. „Ég tel að Evrópa þurfi að taka á fólksflutningum vegna þess að það kveikti neistann,“ sagði Clinton. „Ég dáist að göfuglyndum og samúðarfullum nálgunum sem leiðtogar eins og Angela Merkel hafa notast við, en ég held að Evrópa sé búin að standa sína plikt og þurfi nú að senda mjög skýr skilaboð um að ekki sé hægt að veita frekar skjól og stuðning vegna þess að ef ekki er tekið á innflytjendamálum heldur það áfram að ergja fólk.“Mætti ekki vanmeta áhyggjur fólks Innflytjendamál og málefni flóttafólks hafa verið afar umdeild undanfarin ár síðan um milljón manns komu til evrópusambandslanda árið 2015. Lönd sem hafa tekið við flestu fólki, eins og Þýskaland, Ítalía og Grikkland, hafa kallað eftir því að fólkið dreifist jafnar en sum lönd, sérstaklega í mið- og austur Evrópu hafa neitað að taka á móti flóttafólki. Clinton sagði að öfl sem mótfallin eru hægri popúlistum í Evrópu og Bandaríkjunum megi ekki vanmeta og vanrækja áhyggjur fólks vegna kynþáttar og sjálfsvitund fólks en hún segir að slík málefni hafi kostað hana forsetakjörið árið 2016. Hún sakar Trump um að notfæra sér slíkar áhyggjur fólks, bæði í kosningabaráttunni gegn henni, sem og í embætti.. „Notkun á innflytjendum í pólitískum tilgangi og sem merki um mistök stjórnvalda, árásir á arfleið fólks og sjálfsvitund hafa verið misnotaðar af núverandi ríkisstjórn okkar,“ sagði hún. „Það eru til lausnir á flóttamannamálum sem innihalda ekki að gagnrýna fjölmiðla, pólitíska andstæðinga og grafa undan dómstólum, eða að sækja fjárhagslega og pólitíska aðstoð frá Rússlandi til að styðja við stjórnmálaflokkinn þinn.
Bandaríkin Evrópa Evrópusambandið Flóttamenn Tengdar fréttir Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri úttekt Guardian Þrír íslenskir stjórnmálaflokkar eru skilgreindir sem popúlistaflokkar í nýrri, ítarlegri úttekt breska blaðsins Guardian um uppgang popúlistaflokka í Evrópu undanfarin ár. 21. nóvember 2018 12:00