Fjárlaganefnd skoðar áfram heimild til að lána Póstinum Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 18:30 Á næstunni lokar pósthúsið á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis en með því verður endir bundinn á 150 ára sögu póstþjónustu á staðnum. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum. Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það komi til greina að breyta fjárlagafrumvarpinu fyrir þriðju umræðu og veita ríkissjóði heimild til að lána Íslandspósti ef skýr svör berast frá fyrirtækinu um endurgreiðslu lánsins og hvaða tryggingar verði settar fyrir endurgreiðslunni. Íslandspóstur glímir nú við alvarlegan lausafjárvanda. Fyrir afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins úr annarri umræðu dró meirihluti fjárlaganefndar Alþingis til baka breytingartillögu við frumvarpið sem hefði heimilað ríkissjóði að lána Íslandspósti einn og hálfan milljarð króna. Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts sagði í fréttum okkar í gær að fyrirtækið gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar. „Öll fyrirtæki sem geta ekki staðið við skuldbindingar sínar fara í þrot fyrr eða síðar. (...) Ástæðan fyrir því að við erum að leita til ríkisins með þessa fjármögnun er fyrst og fremst sú að viðskiptabanki okkar treystir sér ekki til þess að veita félaginu skammtímalán. Fyrst og fremst vegna þess að rekstrargrundvöllur póstþjónustunnar er ekki í lagi og hefur ekki verið það í mörg ár,“ segir Ingimundur.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að nefndin hafi ekki útilokað að ríkissjóði verði veitt heimild til að lána Póstinum. „Við munum taka ákvörðun fyrir þriðju umræðu. En við þurfum meta þau skilyrði og fá skýrari svör um hversu stóran hluta af þessari heimild Pósturinn þurfi örugglega að nota því þetta eru miklar fjárhæðir, hvaða tryggingar eru fyrir því að greiða ríkissjóði þetta til baka og hvernig og á hvað löngum tíma. Það sem við gerðum í þessari viku fyrir aðra umræðu varðandi þessa heimild, því hún var ekki í upphaflega frumvarpinu, var að kalla til okkar samgönguráðuneytið, fjármálaráðuneytið og stjórnendur Íslandspósts og afla gagna og fá svör við spurningum. Við þurfum bara að nýta tímann núna til að fara yfir þessi gögn og þessi svör,“ segir Willum.
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15 Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45 Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Forstjóri segist ætla að stokka upp í rekstri Íslandspósts Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að stokka þurfi upp rekstur fyrirtækisins sem hefur ekki staðið undir sér undanfarin ár. 22. nóvember 2018 15:15
Staða Póstsins tvísýn ef ekki fæst lán frá ríkissjóði Forstjóri Íslandspósts vonar að fjárlaganefnd Alþingis sjái að sér og samþykki breytingartillögu við fjárlög sem heimilar ríkissjóði að veita Íslandspósti 1,5 milljarða króna lán. 22. nóvember 2018 20:45
Tóku út heimild fyrir láni til Íslandspósts Annarri umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs lauk í gær með fjölda atkvæðagreiðslna en þær tóku fjórar klukkustundir rúmar. 22. nóvember 2018 06:15
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent