Starfsmenn Icelandair nýtast á Grænhöfðaeyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. nóvember 2018 14:30 Það er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon. Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Framkvæmdastjóri hjá Loftleiðum segir mikil tækifæri fólgin í kaupunum á ríkisflugfélagi Grænhöfðaeyja. Þeim mun fylgja fjölda tækifæri, ekki síst í ljósi landfræðilegrar legu eyjanna auk þess sem árstíðasveiflur flugfélagsins og Icelandair eru öfugar. Um er að ræða ríkisflugfélagið Cabo Verde Airlines, sem gæti einfaldlega útlagst sem Flugfélag Grænhöfðaeyja á íslensku. Eyjarnar liggja í sunnanverðu Atlantshafi - undan norðvesturströnd Afríku.Staðsetning eyjannaÞað er ekki síst í þessari staðsetningu eyjanna sem Loftleiðir sjá mörg tækifæri, að sögn Erlends Svavarssonar, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Loftleiða. Hann er staddur í Lissabon þessa stundina, nýkomin frá Grænhöfðaeyjum þar sem undirritun kauptilboðsins fór fram. „Landfræðileg lega Cabo Verde er þannig að það liggur vel við að tengja Evrópu við Suður-Ameríku og Norður-Ameríku við Afríku. Við munum nýta okkur þá staðreynd að Cabo Verde Airlines er eitt sex flugfélaga í Afríku sem hefur leyfi fyrir beinu flugi til Bandaríkjanna.“ Þar komi alþjóðleg reynsla Loftleiða af tengiflugi milli heimsálfa að góðum notum. „Loftleiðir sjá tækifæri til þess að nýta bæði þá alþjóðlegu reynslu sem Loftleiðir hafa af flugi víða um heim. Við erum eitt fárra fyrirtækja í heiminum sem hefur gert samninga og verið með starfsemi í öllum sjö heimsálfum og við getum bætt þar við þeirri miklu reynslu og þekkingu sem systurfyrirtæki okkar, Icelandair og fleiri innan samstæðunnar hafa af rekstri á alþjóðlegum tengiflugsbanka. Þetta tvennt saman teljum við að séu mjög álitlegur kostur fyrir okkur.“ Þannig að Grænhöfðaeyjar gætu því orðið sambærilegur tengibanki og Ísland þarna í Suður-Atlantshafi?„Já, ríkisstjórn Grænhöfðaeyja horfði til þess þegar hún valdi okkur sem kjölfestufjárfesti í ríkisflugfélaginu, að tengimiðstöðin Ísland og þau áhrif sem sú tengimiðstöð og ferðamennska hafa haft á íslenska hagkerfið, eru grundvallarástæða þess að þeir vilja fá okkur þarna að borðinu.“Betri nýting út úr starfsfólkiErlendur segir að með kaupunum megi ná betri nýtingu út úr starfsfólki og búnaði Loftleiða. Félagið hafi til að mynda aðstoðað Cabo Verde Airlines við reksturinn frá því í ágúst og nýtt við það fjölda íslenskra starfsmanna, svo sem flugvirkja og flugmenn. „Í þessum töluðum orðum er flugvél og mannskapur frá okkur á Grænhöfðaeyjum að fljúga fyrir Cabo Verde Airlines,“ segir Erlendur. „Við gerum ráð fyrir að það verði framhald á því þar sem árstíðasveifla Cabo Verde Airlines er öfug við sveiflu Icelandair. Þar með getum við nýtt þá flugmenn og flugvélar sem ekki nýtast Icelandair á fullu á veturna í þetta verkefni. Eins sjáum við fram á samlegðaráhrif varðandi skipulag flotamála til lengri tíma,“ segir Erlendur Svavarsson frá Lissabon.
Afríka Fréttir af flugi Grænhöfðaeyjar Tengdar fréttir Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Dótturfélag Icelandair kaupir meirihluta í Cabo Verde Airlines Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, hefur ásamt íslenskum fjárfestum lagt inn bindandi kauptilboð í 51% hlut í ríkisflugfélaginu Cabo Verde Airlines á Grænhöfðaeyjum. 23. nóvember 2018 22:06