Þarf að snúa 85 þingmönnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. nóvember 2018 06:30 Michel Barnier, formaður samninganefndar ESB, og kollegi hans, Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fallast í faðma. Nordicphotos/AFP AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins fundaði í belgísku höfuðborginni Brussel í gær og samþykkti þau skjöl sem lágu fyrir vegna útgöngu Bretlands úr sambandinu. Annars vegar 599 blaðsíðna útgöngusamning, bindandi skjal sem snýst um skilmála útgöngunnar og felur meðal annars í sér 39 milljarða punda skilnaðargreiðslur og fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands, og hins vegar rúmlega tuttugu blaðsíðna pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamband Bretlands og ESB er snýst meðal annars um fyrirkomulag verslunar og öryggismála. Þótt rúmlega árslöngum viðræðum sé nú að mestu lokið sáu leiðtogarnir ekki mikið tilefni til þess að fagna í gær. „Þetta er sorgardagur. Samningurinn er sá besti sem hægt var að ná en þetta er hvorki tími til að gleðjast né fagna. Þetta er sorgarstund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Þessi ummæli Junckers, og annarra leiðtoga sem létu svipuð ummæli falla, um að samningurinn sé sá besti í stöðunni má túlka sem orðsendingu til breskra þingmanna. Þeir þurfa nú að samþykkja útgöngusamninginn og hefur stjórnmálaskýrandi BBC spáð að atkvæðagreiðslan fari fram snemma í næsta mánuði. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að stærðfræðin á þingi væri afar erfið og flókin. Hann sagði að ekkert væri hægt að útiloka ef Theresa May forsætisráðherra nær ekki meirihlutafylgi við samninginn. Ríkisstjórnin gæti fallið. Að þessari stærðfræði. 650 eru í neðri deild þingsins, þeirri deild sem málið fer fyrir. Sinn Fein er með sjö þingmenn en flokkurinn tekur ekki þátt í þingstörfum. Forseti þingsins og þrír varaforsetar greiða heldur ekki atkvæði þannig að 639 munu geta greitt atkvæði um málið. Forsetar þingsins geta hins vegar greitt atkvæði ef staðan er jöfn og greiða þá atkvæði með því að núverandi ástand haldist, samkvæmt reglum þingsins. May þarf því 320 já á þingi. Íhaldsflokkur May hefur 316 þingmenn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP), sem ver stjórn May vantrausti, hefur tíu. Það gerir 326 sem er meirihluti. Málið er því miður flóknara en svo fyrir May. DUP-liðar munu að öllum líkindum ekki greiða atkvæði með vegna þess að Norður-Írland verður sett undir reglur tollabandalagsins og innri markaðar ESB og þar með aðrar reglur en restin af Bretlandi til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Írland. Samkvæmt Bloomberg má reikna með að um 150 þingmenn Íhaldsflokksins séu skuldbundnir til að greiða atkvæði með May vegna þess að þeir gegna starfi innan framkvæmdavaldsins. Þá eru um 85 þingmenn Íhaldsflokksins til viðbótar taldir áreiðanlegir. May hefur sum sé um 235 atkvæði. Enn vantar 85 upp á og stærðfræðin orðin erfið, eins og Hunt sagði. May getur reynt að sækja atkvæði allt að 25 þingmanna Verkamannaflokksins sem eru annaðhvort hlynntir útgöngu eða í Brexit-sinnuðum kjördæmum. Allt að tólf þingmenn Íhaldsflokksins eru Evrópusinnar og allt að 65 eru harðir Brexit-sinnar, ósáttir við málamiðlanir sem May hefur gert. Svo gæti May reynt að snúa þessum tíu þingmönnum DUP. Trúlega verður ómögulegt að snúa Skoska þjóðarflokknum, Frjálslyndum demókrötum eða meginþorra Verkamannaflokksins. Ef May nær að snúa 85 af fyrrnefndum 112 atkvæðum kemur hún samningnum í gegn. Og jafnvel ef hún nær því sagði Arlene Foster, formaður DUP, í gær að hún myndi vilja endurskoða samstarfið við Íhaldsflokkinn ef þingið samþykkir samninginn. Ríkisstjórnin gæti því fallið jafnvel ef May fær sitt fram.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira