H&M leggur Cheap Monday niður Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 10:24 Cheap Monday hefur sérhæft sig í hvers kyns fötum úr gallaefni. H&M H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni. H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
H&M Group hefur ákveðið að láta vörumerkið Cheap Monday líða undir lok, 10 árum eftir að félagið keypti merkið af sænska fataframleiðandanum Fabric Scandinavien AB. Í tilkynningu sem H&M Group sendi frá sér í morgun er ástæðan sögð vera minnkandi sala og rýrnandi hagnaður Cheap Monday á síðustu misserum. Fabric Scandinavien AB kynnti Cheap Monday til sögunnar árið 2004 með það að leiðarljósi að bjóða upp á ódýran fatnað úr gallaefni. Vörumerkið náði miklum vinsældum og ári eftir stofnun var farið að selja Cheap Monday-gallabuxur í heildsölu til stærri fataverslunarkeðja. Það er þá sem áhugi H&M Group er sagður hafa kviknað. Félagið beið ekki boðanna heldur festi kaup á Cheap Monday og gengu kaupin í gegn árið 2008. Nú hefur sænski fatarisinn hins vegar ákveðið að senda vörumerkið á vit feðra sinna. Ferlið er nú þegar hafið og segist H&M Group vonast til að því verði formlega lokið í júnílok á næsta ári. Ein fataverslun er rekin undir merkjum Cheap Monday, í Lundúnum, og stendur til að henni verði lokað fyrir áramót. Um svipað leyti verður netverslun Cheap Monday kippt úr sambandi, en til þess hefur fyrirtækið selt vörur á 18 markaðssvæðum. Í sænskum fjölmiðlum kemur jafnframt fram ákvörðunin muni hafa áhrif á alla 80 starfsmenn Cheap Monday í sænsku borgunum Tranås og Stokkhólmi. Ætla megi að þeim verði öllum sagt upp á næsta ári. H&M Group segist þó ætla að styðja við starfsmennina, bjóða þeim margvíslegan stuðning og auðvelda þeim að sækja um stöður sem kunna að losna hjá fyrirtækinu í framtíðinni.
H&M Neytendur Norðurlönd Tíska og hönnun Tengdar fréttir Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03 Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47 Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30 Mest lesið „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Sjá meira
Hafnar fullyrðingum þingmanns um að H&M sé dýrara á Íslandi Framkvæmdastjóri H&M segir íslenska markaðinn nógu stóran fyrir þrjár verslanir og Íslendingar hafi sýnt það í verki. 16. október 2018 20:03
Gylfi ósattur við svör framkvæmdastjóra H&M á Íslandi Segir H&M mun dýrara á Íslandi en í Noregi. 16. október 2018 22:47
Markaðurinn er „hiklaust“ nógu stór Þýska tískuverslanakeðjan New Yorker opnar verslun í Kringlunni í dag og í Smáralind eftir viku. 22. nóvember 2018 08:30