Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2018 11:31 Dmitry Peskov, talsmaður Pútín. EPA/SERGEI CHIRIKOV Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar. Rússland Úkraína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar.
Rússland Úkraína Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira