May mætir Corbyn í Brexit-kappræðum Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2018 12:54 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Getty/WPA Pool Breskir sjónvarpsáhorfendur mega líklegast eiga von á líflegum umræðum þann 9. desember næstkomandi þegar Theresa May, forsætisráðherra landsins, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, munu mætast í kappræðum um Brexit-samninginn. Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti um helgina samninginn um útgöngu Bretlands og pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og sambandsins. May mun á næstu dögum ferðast vítt og breitt um Bretland til að fá Breta til að fylkja sér á bakvið samninginn, en þingið mun svo greiða atkvæði um hann 11. desember. Breskir stjórnarandstæðingar og stjórnarliðar hafa margir harðlega gagnrýnt samninginn og sagst ætla að greiða atkvæði gegn honum, meðal annars Corbyn og Arlene Foster, leiðtogi DUP, flokksins sem ver minnihlutastjórn May falli. Fulltrúar ESB hafa sagt að ekki verði samið upp á nýtt, að þetta sé eini samningurinn sem í boði verði. „Ég er reiðubúin að ræða við Jeremy Corbyn. Af því að ég er með áætlun. Það er hann ekki,“ segir May í samtali við The Sun. Ekki liggur fyrir hvort fleirum verði boðið til kappræðnanna, en Vince Cable, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Skoski þjóðarflokkurinn hafa krafist þess að fá að taka þátt. Bretland Brexit Tengdar fréttir Munu endurskoða stuðning sinn verði Brexit-samningurinn samþykktur Leiðtogi DUP segir að flokkurinn muni endurskoða stjórnarsamstarf hans og Íhaldsflokkinn, fari svo að breska þingið samþykki Brexit-samninginn. 25. nóvember 2018 11:39 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Breskir sjónvarpsáhorfendur mega líklegast eiga von á líflegum umræðum þann 9. desember næstkomandi þegar Theresa May, forsætisráðherra landsins, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, munu mætast í kappræðum um Brexit-samninginn. Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti um helgina samninginn um útgöngu Bretlands og pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og sambandsins. May mun á næstu dögum ferðast vítt og breitt um Bretland til að fá Breta til að fylkja sér á bakvið samninginn, en þingið mun svo greiða atkvæði um hann 11. desember. Breskir stjórnarandstæðingar og stjórnarliðar hafa margir harðlega gagnrýnt samninginn og sagst ætla að greiða atkvæði gegn honum, meðal annars Corbyn og Arlene Foster, leiðtogi DUP, flokksins sem ver minnihlutastjórn May falli. Fulltrúar ESB hafa sagt að ekki verði samið upp á nýtt, að þetta sé eini samningurinn sem í boði verði. „Ég er reiðubúin að ræða við Jeremy Corbyn. Af því að ég er með áætlun. Það er hann ekki,“ segir May í samtali við The Sun. Ekki liggur fyrir hvort fleirum verði boðið til kappræðnanna, en Vince Cable, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Skoski þjóðarflokkurinn hafa krafist þess að fá að taka þátt.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Munu endurskoða stuðning sinn verði Brexit-samningurinn samþykktur Leiðtogi DUP segir að flokkurinn muni endurskoða stjórnarsamstarf hans og Íhaldsflokkinn, fari svo að breska þingið samþykki Brexit-samninginn. 25. nóvember 2018 11:39 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Munu endurskoða stuðning sinn verði Brexit-samningurinn samþykktur Leiðtogi DUP segir að flokkurinn muni endurskoða stjórnarsamstarf hans og Íhaldsflokkinn, fari svo að breska þingið samþykki Brexit-samninginn. 25. nóvember 2018 11:39
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52
Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30