Tonn af eiturblönduðu fóðri í boði Norðmanna Bubbi Morthens skrifar 28. nóvember 2018 07:45 Þá er það staðfest. Í september og október síðastliðnum var gefið eitrað fóður í sjókvíum við Steinanes og við Hringsdal í Arnarfirði. Eitrið sem blandað er í fóðrið heitir Slice vet. Það má líka minna á að laxeldið við Hringsdal er brot á starfsleyfisskilyrðum um 6 mánaða hvíldartíma á milli eldiskynslóða. Umhverfisstofnun virðist ófær um að fylgja eftir eigin ákvæðum fiskeldislaga – nema brotin séu vísvitandi – og hún hefur ítrekað tafið málið með því að vísa því til umhverfisráðuneytisins til veitingar undanþágu. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að veita slíka undanþágu, þess vegna viðgengst brotið án þess að eftirlitsaðilinn geri nokkuð. Þetta er vítaverð stjórnsýsla. Arnarlax hefur í tvígang fengið heimild til að nota eiturblandað fóður gegn fiski- og laxalús. Eitrið heitir Slice vet. og er virka efnið í því Emamektinbenzoat. Lyfinu var blandað í laxafóður frá fóðurverksmiðjunni Skretting As í Noregi í hlutföllunum 2,15 kg af lyfi í hvert tonn af fóðri. Þetta var síðan gefið laxinum í vikutíma. Fyrra leyfið var veitt í september 2018 til fóðrunar á laxi í Steinanesi og alls gefin 480 tonn af eiturblönduðu fóðri. Seinna leyfið var veitt í október sl. til fóðrunar á laxi í kvíum við Hringsdal í sama firði. Alls voru þá gefin 97 tonn af eiturblönduðu fóðri. Þetta er hollustan sem boðið er uppá, gott fólk. Þetta eitur fer út í lífríkið. Þetta eitur fer í fuglana, í börnin okkar, okkur sjálf, fyrir utan þá gríðarlegu mengun sem fylgir þessu opna eldi. Almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir því en Norðmenn skeyta ekkert um strendur Íslands, firði eða annað. Þeir gera það sem þarf að gera til þess að hagnast. Starfsmannaleigur sjá um mannskap, þeir sjá svo sjálfir um að hirða hagnaðinn. PS. Ég er hlynntur eldi uppi á landi þar sem þarf ekki að moka tonnum af eiturblönduðu fóðri út í lífríkið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þá er það staðfest. Í september og október síðastliðnum var gefið eitrað fóður í sjókvíum við Steinanes og við Hringsdal í Arnarfirði. Eitrið sem blandað er í fóðrið heitir Slice vet. Það má líka minna á að laxeldið við Hringsdal er brot á starfsleyfisskilyrðum um 6 mánaða hvíldartíma á milli eldiskynslóða. Umhverfisstofnun virðist ófær um að fylgja eftir eigin ákvæðum fiskeldislaga – nema brotin séu vísvitandi – og hún hefur ítrekað tafið málið með því að vísa því til umhverfisráðuneytisins til veitingar undanþágu. Ráðuneytið hefur ekki lagaheimild til að veita slíka undanþágu, þess vegna viðgengst brotið án þess að eftirlitsaðilinn geri nokkuð. Þetta er vítaverð stjórnsýsla. Arnarlax hefur í tvígang fengið heimild til að nota eiturblandað fóður gegn fiski- og laxalús. Eitrið heitir Slice vet. og er virka efnið í því Emamektinbenzoat. Lyfinu var blandað í laxafóður frá fóðurverksmiðjunni Skretting As í Noregi í hlutföllunum 2,15 kg af lyfi í hvert tonn af fóðri. Þetta var síðan gefið laxinum í vikutíma. Fyrra leyfið var veitt í september 2018 til fóðrunar á laxi í Steinanesi og alls gefin 480 tonn af eiturblönduðu fóðri. Seinna leyfið var veitt í október sl. til fóðrunar á laxi í kvíum við Hringsdal í sama firði. Alls voru þá gefin 97 tonn af eiturblönduðu fóðri. Þetta er hollustan sem boðið er uppá, gott fólk. Þetta eitur fer út í lífríkið. Þetta eitur fer í fuglana, í börnin okkar, okkur sjálf, fyrir utan þá gríðarlegu mengun sem fylgir þessu opna eldi. Almenningur gerir sér kannski ekki grein fyrir því en Norðmenn skeyta ekkert um strendur Íslands, firði eða annað. Þeir gera það sem þarf að gera til þess að hagnast. Starfsmannaleigur sjá um mannskap, þeir sjá svo sjálfir um að hirða hagnaðinn. PS. Ég er hlynntur eldi uppi á landi þar sem þarf ekki að moka tonnum af eiturblönduðu fóðri út í lífríkið.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar