WOW losar sig við fjórar vélar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 16:31 Flugvélar Wow Air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
WOW Air mun fækka í flota sínum um fjórar flugvélar, tvær Airbus A320 og tvær Airbus A330 - „vélar sem ekki hefðu nýst sem skildi í vetraráætlun WOW air.“ Um er að ræða tvær af minnstu vélum flotans og tvær af þeim stærstu. Þessi aðgerð er sögð vera hluti af endurskipulagningu á rekstri félagsins en legið hefur fyrir að minnka þurfi flotann til þess að auka hagkvæmni, draga úr árstíðarsveiflu og hámarka arðsemi. Airbus A330-vélarnar bættust við flota WOW árið 2016 og hafa þær verið notaðar í flug til vesturstrandar Bandaríkjanna. Um er að ræða stærstu þotur sem flogið hafa í áætlunarflugi til og frá Íslandi en þær taka um 345 manns í sæti. Í tilkynningu frá flugfélaginu er það jafnframt tekið fram að hagræðing þessi mun ekki hafa áhrif á áform WOW air um að fljúga til Indlands en flug þangað hefst 6. desember næstkomandi.Sjá einnig: Skúli lagði 770 milljónir til WOWGreint var frá því fyrir helgi að WOW hefði slíka flugvélafækkun í hyggju. Talið var að fækkað yrði um átta vélar en fyrir tíðindi dagsins var WOW með 20 vélar á leigu. Í bréfi sem Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW, sendi til skuldabréfaeigenda félagsins í dag kom jafnframt að flugfélagið hafi verið nálægt því að ganga frá sölu- og endurleigusamningi. WOW hafi ætlað að selja vélar, fá reiðufé strax fyrir söluna og gera svo samning um að WOW myndi leigja vélarnar aftur. Þau áform hafi hins vegar farið út um þúfur og varð WOW því af 25 milljónum bandaríkjadala fyrir vikið, rúmum þrjá milljarða króna. Þá hafi hin neikvæða umræða sem skapaðist í kringum gjaldþrot Primera Air í haust einnig haft áhrif á rekstur WOW Air.Uppfært kl. 21:35 Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að sölu- og endurleigusamningurinn, sem WOW hafði fyrirhugað, væri við Primera Air. WOW vill taka fram sú hafi ekki verið raunin. Þrátt fyrir að rætt væri um hið gjaldþrota Primera Air og fyrrnefndan samning í sömu, stuttu málsgrein hafi Primera Air ekki verið viðsemjandinn. Þetta hefur nú verið lagfært.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35 Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01 Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55 Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Skúli lagði 770 milljónir til WOW Fimm og hálf milljón evra, af þeim 60 sem WOW Air tryggði sér með skuldabréfaútboði flugfélagsins í september, kom úr vasa forstjórans. 27. nóvember 2018 13:35
Stjórnarformaður Icelandair: „Erum bara að vinna þessa vinnu af heilindum“ Fullyrt að póstur Skúla Mogensen hafi valdið titringi innan Icelandair. 27. nóvember 2018 09:01
Breytingar stuðli að langtímalausn fyrir Icelandair Icelandair Group segist nú eiga í viðræðum við um tillögur að skilmálabreytingum skuldabréfa í félaginu. 27. nóvember 2018 09:55