Flugmennirnir börðust við flugvélina frá upphafi til enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 09:15 Getty/Donal Husni Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum. Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Gögn úr flugritum Lion Air flugvélarinnar sem hrapaði til sjávar í síðasta mánuði sýna að flugmenn börðust við flugvélina sjálfa um stjórn á henni alveg frá flugtaki þangað til hún hrapaði ellefu mínútum síðar. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu en fjallað er um málið á vef New York Times. Á blaðamannafundi í nótt sögðu embættismenn einnig að flugvélin hafi ekki verið flughæf vegna tæknibilana í fyrri flugferðum. Bilun hafi meðal annars komið upp í næstsíðustu flugferð vélarinnar. Vélin sem hrapaði, sem er af gerðinni Boeing 737 Max, var glæný.Sjá einnig: Segja Boeing hafa þagað um gallannAlls létust 189 er flugvélin steyptist til jarðar skömmu eftir flugtak. Gögn úr flugritum vélarinnar sýna að flugmennirnir reyndu ítrekað að bjarga flugvélinni er nefi hennar var þrýst niður, líklega af völdum bilaðra skynjara í vélinni.„Flugmennirnir börðust allt til enda,“ sagði Nurcahyo Utomo, yfirmaður rannsóknarnefndarinnar.Sjá einnig: Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinniGögnin sýna að sjálfstýring vélarinnar þrýsti nefi flugvélarinnar niður í yfir tuttugu skipti áður en að flugmennirnir misstu stjórn á henni og vélin hrapaði til sjávar.Boeing 737 Max 8 og Max 9-vélarnar eru búnar nemum sem greina hvort flugmenn slysist til að hækka flugið óeðlilega hratt. Vélin grípur þá sjálf inn í og lækkar flugið. Í frétt New York Times segir að gögnin úr flugritunum þyki renna stoðum undir þá kenningu rannsakenda að þessi nemi hafi bilað eða lesið upplýsingar vitlaust um borð í flugvél Lion Air, með fyrrgreindum afleiðingum.
Asía Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46 Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49 Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Óttast um afdrif 189 farþega Lion Air Flugmálayfirvöld staðfesta að vélin sé horfin og að 189 hafi verið um borð 29. október 2018 03:46
Segja Boeing hafa þagað um gallann Flugvélaframleiðandi Boeing er sagður hafa setið á upplýsingum um gallann sem talinn er hafa valdið því að 737 Max-vél Lion Air fórst í lok síðasta mánaðar. 13. nóvember 2018 11:49
Flugmönnum 737-Max ráðlagt að fylgja handbókinni Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur sent Icelandair og öðrum flugfélögum sem fljúga 737 Max-vélum félagsins leiðbeiningar um hvernig skuli bregðast við gallanum sem talið er að hafi leitt til hraps vélar Lion Air á dögunum. 7. nóvember 2018 12:02