Icelandair og Festi hrundu eftir WOW-tíðindin Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. nóvember 2018 16:12 Flugvélafloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli. fréttablaðið/ernir Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0 Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
Hann var rauður, dagurinn í Kauphöllinni í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um næstum þrjú prósent og virði allra nema tveggja félaga hafði rýrnað þegar markaðir lokuðu. Mesta lækkunin varð á virði bréfa í Icelandair. Eftir um 417 milljón króna viðskipti nam lækkunin næstum 13 prósentum. Ekki þarf að leita lengi að skýringum - greint var frá því í morgun að fallið hafi verið frá kaupum félagsins á WOW air. Bréf í Icelandair höfðu hækkað nokkuð skarpt frá upphafi mánaðar, þegar fyrst var greint frá viðræðum við WOW. Gengi bréfanna var rúmlega 6 krónur fyrir WOW-viðræðurnar en rauk upp í rúmlega 11 krónur. Nú standa bréfin í um 10 krónum á hlut. Tíðindi morgunsins höfðu ekki aðeins áhrif á gengi bréfa Icelandair. Næst mesta lækkunin í dag varð á bréfum Festi, sem áður hét N1. Félagið sérhæfir sig í sölu á eldsneyti og meðal stærstu viðskiptavina Festi er fyrrnefnt WOW air. Óvissan um framtíð flugfélagsins, sem greinanda varð tíðrætt um í samtali við Vísi í morgun, virðist þannig hafa grafið undan Festi. Þar að auki sendi Festi frá sér afkomutilkynningu í gær, sem olli vonbrigðum fjárfesta. Viðskipti með bréf í félaginu námu rúmum 800 milljónum í lok dags - sem eru um tvöfalt meiri viðskipti en með bréf Icelandair. Sem fyrr segir er rautt á nánast öllum tölum og lækkuðu bréf allra félaga, nema tveggja; Heimavalla og Marel. Virði bréfa í fyrrnefnda félaginu stóð í stað á meðan Marel hækkaði um 0,4 prósent. Vendingar dagsins hafa að sama skapi bitnað á gengi krónunnar. Hún hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum; næstum prósent gagnvart evru og dönsku krónunni og um 0,4 gagnvart þeirri sænsku og pundinu. Bandaríkjadalurinn styrktist þó aðeins um 0,18 prósent í dag. Mesta hækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ISB1,4247894.035128,6ICEAIR1,2174144.5721,93SKEL1,1952.12017,0REGINN1,08762.47437,4REITIR1,05526.57696,5 Mesta lækkun dagsinsFélagBr.%Fj.Velta*Verð*ICESEA-1,48611.77813,3SVN-0,991347.940100,0ARION040369.132175,0EIM0619.907565,0FESTI0456.120244,0
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir „Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30 Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Sjá meira
„Við verðum bara að ganga út frá því að hann sé að segja satt“ Tíðindi morgundagsins eru óþægileg en ekki fullkomlega óvænt. 29. nóvember 2018 11:30
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00