Trump aflýsir fundi með Pútín Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 18:05 Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú á leið á fund G20-ríkjanna í Argentínu. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur aflýst fyrirhuguðum fundi hans og Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna deilna rússneskra og úkraínskra stjórnvalda. Rússneskir landamæraverðir skutu á þrjú skip úkraínska hersins á sunnudag og eru með áhafnir skipanna í haldi. Sökuðu Rússar Úkraínumenn um að hafa siglt inn í rússneska landhelgi í Asovshafi nærri Krímskaga. Trump greindi frá því á Twitter í dag að hann myndi ekki eiga tvíhliða fund með Pútín í tengslum við fund G20-ríkjanna í Argentínu sem hefst á morgun. Sagði hann ástæðuna vera að úkraínsku sjóliðunum og skipunum hafi enn ekki verið sleppt úr haldi.Skjótt skipast veður í lofti Fyrr í dag hafði hann greint fjölmiðlamönnum frá því að hann myndi „líklega“ hitta rússneskan starfsbróður sinn og að þetta væri „góður tími“ til að funda með honum. Rússlandsstjórn hafði áður greint frá því að forsetarnir myndu funda í Buenos Aires á laugardagsmorgun, en slík staðfesting barst þó aldrei frá Hvíta húsinu. Spennan á milli Rússlands og Úkraínu hefur aukist til muna á síðustu dögum og hefur Úkraínuþing samþykkt að setja á herlög í stórum hlutum landsins. Hefur Petró Pórósjenkó Úkraínuforseti hvatt NATO til að senda herskip á vettvang. Um 10 þúsund manns hafa látið lífið í austurhluta Úkraínu frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar lýstu einhliða yfir sjálfstæði héraða í austurhluta Úkraínu. Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Rússar beri alfarið ábyrgð á deilunni og að hún myndi taka málið upp þegar hún hittir Pútín í Argentínu.Based on the fact that the ships and sailors have not been returned to Ukraine from Russia, I have decided it would be best for all parties concerned to cancel my previously scheduled meeting....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018 ....in Argentina with President Vladimir Putin. I look forward to a meaningful Summit again as soon as this situation is resolved!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 29, 2018
Argentína Bandaríkin Donald Trump Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03 Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Ætla að bæta varnir á Krímskaga Yfirvöld Rússlands tilkynntu í morgun að flytja ætti loftvarnarkerfi til Krímskaga og koma þeim þar fyrir. 28. nóvember 2018 11:03
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Vill að NATO sendi herskip til Asóvshafs Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, hefur kallað eftir því að Atlantshafsbandalagið sendi herskip til Asóvshafs til aðstoðar Úkraínu og til að tryggja öryggi á svæðinu. 29. nóvember 2018 09:56