„Þetta er til háborinnar skammar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 10:15 Ökumaðurinn spændi upp mosann. Mynd/Skjáskot. „Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Okkur finnst þetta til mikillar niðurlægingar og þykir þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður Friðriksson, eigandi City Car Rental sem leigði út bílinn sem sjá má spæna upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri. Ef marka má myndir á samfélagsmiðlum var hópurinn sem sést í myndbandinu á ferð hér á landi í lok september. Lesandi sendi inn ábendingu um utanvegaaksturinn eftir að myndband af honum var hlaðið upp á Instagram. Segir í ábendingunni að ferðamaðurinn hafi fyrst birt myndbandið á Instagram-reikningi sínum en síðar eytt því. Sjá má hluta af myndbandinu hér að neðan.Eins og sjá má er utanvegaaksturinn einstaklega grófur en ökumaður bílsins spólar fram og til baka í mosa, líklega á Suðurlandi ef marka má myndir af ferðalagi hópsins.Bíllinn var sem fyrr segir tekinn á leigu hjá City Car Rental og þar á bæ eru menn miður sín yfir framferði ferðamannsins.„Þetta er til háborinnar skammmar og mér þótti þetta mjög leiðinlegt,“ segir Sigurður í samtali við Vísi en hann hafði þá séð fréttir af utanvegaakstrinum. Hann segir að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að fræða þá sem taki bíla á leigu hjá þeim að utanvegaakstur sé stranglega bannaður hér á landi.„Við reynum að gera allt sem við getum. Við höfum mjög strangar reglur að fólk keyri ekki utan vegar,“ segir Sigurður sem bætir við að allir þeir sem taki bíl á leigu hjá fyrirtækinu fái upplýsingar þess efnis.Ógerlegt er þó fyrir bílaleigur að hafa stjórn á þeim sem leigja bíla eftir að út á vegi er komið.„Ég veit ekki hvað er í höfðinu á þessu fólki þegar það er komið land. Ef ég sæi þessi teikn á fólki þegar ég leigi þeim bíla fengi viðkomandi ekki að leigja bíl,“ segir Sigurður. „Það er bara eins og það grípi þá eitthvað æði.“Utanvegaakstur varðar sektum eða fangelsien á vef Umhverfisstofnunarsegir að svo virðist sem að slíkur akstur sé vaxandi vandamál hér á landi. Litið sé alvarlegum augum á hann enda geti gáleysislegur akstur valdið skemmdum á náttúrunni sem eru ár eða jafnvel áratugi að ganga til baka.Í sumar báðust franskir ferðamenn afsökunar á utanvegaakstri í Kerlingarfjöllum. Þurftu ökumennirnir að greiða 200 þúsund krónur í sekt hvor, samtals 400 þúsund.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06 Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51 Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
300 þúsund króna sekt fyrir utanvegaakstur frönsku ferðamannanna Ferðamennirnir ollu varanlegum skemmdum á jarðvegi við Þríhyrningsá um helgina. 13. ágúst 2018 14:06
Ferðamaður spændi upp mosann í glæfralegum utanvegaakstri Erlendur ferðamaður á jepplingi sést spæna upp mosa í myndbandi sem hann, eða samferðamaður hans, hlóð upp á Instagram eftir ferð þeirra hér á landi. 9. nóvember 2018 23:51
Löguðu skemmdir frönsku ferðamannanna Ferðaklúbburinn 4x4 gerði sér ferð til Kerlingarfjalla í þeim tilgangi að laga skemmdir eftir utanvegaakstur franskra ferðamanna. 14. ágúst 2018 23:15