Karma mætti í skíðagallanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2018 14:45 Liam Karma og vinir hans frá Írlandi eftir vel heppnaða tónleika The Rhythm Method í Iðnó í gærkvöldi. Vísir/KTD Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir. Airwaves Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira
Ástralinn Liam Karma fer heldur óvenjulega leið í klæðaburði á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Þessi geðþekki Ástrali fann óvenjulega en bráðskemmtilega lausn á vandanum sem fylgir tónlistarhátíð á Íslandi um vetur. Ískalt úti og steykjandi hiti inni. „Ég er fjarri heimaslóðum og ekkert sérstaklega vanur loftslaginu hérna. Allt undir 22 gráðum er skítakuldi fyrir mér,“ segir Karma í samtali við Vísi. Reglulegir gestir Iceland Airwaves þekkja það vel að frjósa í röðunum þegar skotist er á milli tónleikastaða. Þökk sé færri tónleikagestum og mildu veðri hefur það vandamál verið minna en áður.Eivør tróð upp í Þjóðleikhúsinu í gær.Jimson CarrKarma útskýrir að hann hafi ekki klæðst gallanum á fimmtudagskvöld enda hafi honum fundist hlýrra þá en í gærkvöldi. Þá hafi hann ákveðið að grípa til gallans og vakti verðskuldaða athygli þar sem hann var fremstur við sviðið í Iðnó á meðan The Rhythm Method frá Englandi, tveggja stráka sveit sem minnti um margt á dúettinn úr sjónvarpsþáttunum Flight of the Conchords, tróð upp. „Ég er ekki í neinu nema nærfötum undir gallanum,“ útskýrir Karma aðspurður hvort honum sé ekki alltof heitt. Hann togar buxnahlutann upp og opnar gallann vel ef honum er heitt. Ekki var að sjá fleiri sviptadropa á nefinu á honum en öðrum tónleikagestum þannig að formúlann virtist ganga ljómandi vel upp. Karma segist hafa komið á hátíðin 2016 og skemmt sér frábærlega. „Ég þarf að koma á hverju ári en ég missti úr síðasta ár vegna vinnu. En núna er ég staðsettur á Írlandi svo að ferðalagið er stutt.“Arnór Dan, söngvari Agent Fresco, tekur á honum stóra sínum í Gamla Bíó í gær.Florian TrykowskiFyrir tveimur árum hafi Gullni hringurinn staðið upp úr. Í ár er hann búinn að leigja bílaleigubíl og ætlar með vinum sínum, blaðamönnum hjá The Journal og Irish Times, í rúnt um Suðurlandið á sunnudag og mánudag. Blaðamaður spyr að lokum augljósu spurningarinnar sem hann nær varla að bera fram sökum kjánahrolls.Uh, trúirðu á Karma? „Ég verð eiginlega að gera það fyrst það er í nafninu mínu,“ sagði Karma og hafði blessunarlega ekki farið nógu oft í viðtal til að hneykslast á spurningu blaðamanns. Framundan hjá Karma voru tónleikar hjá Vök sem blaðamaður var sömuleiðis svo heppinn að sjá. Tónleikarnir voru ekkert minna en stórkostlegir.
Airwaves Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fleiri fréttir Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Sjá meira