Corbyn segir ekki hægt að hætta við Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 17:41 Togstreita hefur verið innan Verkamannaflokksins á milli Corbyn sem hefur lengi verið efasemdamaður um ESB og þingmanna sem vilja að Bretar verði um kyrrt. Vísir/EPA Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn. Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gagnrýnt Jeremy Corbyn, leiðtoga flokksins, eftir að hann lýsti því yfir í viðtali að hann gæti ekki stöðvað útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Kröfur hafa verið uppi um að Bretar fái að segja hug sinn til útgöngunnar í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel sagði hvatti Corbyn landsmenn til þess að „viðurkenna ástæður þess að fólk kaus útgöngu“ og gagnrýndi efnahagsstefnu Evrópusambandsins sem hann telur einkennast af „nýfrjálshyggju“. Spurður að því hvort að hann myndi stöðva Brexit ef hann yrði forsætisráherra Bretlands vegna sundrungarinnar sem fyrirhuguð útganga úr ESB hafi haft í för með sér svaraði Corbyn neitandi. „Við getum ekki stöðvað það. Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Fimmtugasta greinin hefur verið virkjuð. Það sem við getum gert er að viðurkenna ástæður þess að fólk kaus að ganga út,“ sagði Corbyn. Þau orð hafa ekki vakið mikla kátínu hjá flokkssystkinum Corbyn sem vilja að Bretar verði áfram í Evrópusambandinu eða að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngusamning verði haldin. Aðeins tveir mánuðir séu liðnir frá því að Corbyn ávarpaði þing flokksins og sagði „alla möguleika uppi á borðinu,“ að því er segir í frétt The Guardian. „Við vitum að þetta er klúður í boði íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn getur ekki bara haldið sig til hlés og fylgst með. Það er tími til kominn fyrir okkur öll í Verkamannaflokknum að færa hávær rök fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu með möguleikanum á að vera um kyrrt í Evrópusambandinu,“ segir Wes Streeting, þingmaður flokksins.Ekki áhugasamur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jo Johnson, samgönguráðherra í ríkisstjórn Theresu May, sagði af sér vegna Brexit fyrir helgi. Kallaði hann eftir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Corbyn segist þó ekki hafa áhuga á því í viðtalinu við Spiegel. „Þjóðaratkvæðagreiðslan átti sér stað. Málið núna er hvernig við sameinum fólk, sameinum það um grundvallaratriði efnahagslífsins okkar, réttindin okkar og að við viljum ekki breyta þessu landi í einhvers konar aflandsskattaparadís á þeim nótum sem Donald Trump gæti viljað að við gerðum,“ sagði Corbyn.
Bretland Brexit Evrópa Evrópusambandið Tengdar fréttir Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23 Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08 Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Sjá meira
Breskur ráðherra segir af sér vegna Brexit Jo Johnson, samgönguráðherra Bretlands, hefur sagt af sér embætti og hvatt til þess að breska þjóðin fái annað tækifæri til að segja skoðun sína á Brexit. 9. nóvember 2018 16:23
Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. 4. nóvember 2018 09:08
Halda áfram uppreisn gegn forsætisráðherra Samstarfsflokkur Íhaldsflokksins getur ekki stutt Brexit-áform forsætisráðherrans. Litli bróðir Boris Johnson segir af sér vegna óánægju með störf forsætisráðherra í málaflokknum. Segir stefna í algjöran glundroða vegna Brexit-málsin 10. nóvember 2018 10:00