Dagbók Bents: Airwaves er ekki eitthvað sem hægt er að upplifa heima á naríunum Ágúst Bent Sigbertsson skrifar 10. nóvember 2018 19:00 Bent nálgast Airwaves á sinn hátt. Hér er sagt frá því sem fyrir augu bar á föstudagskvöldi. Vísir Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. Rapparinn Haki var með keðju, autotune, svægi og lítur út fyrir að vera svona þrettán ára. Ég verð meðvitaður um að ég sé að horfa á þetta á naríunum. Eftir Rúv núll liggur leiðin á Bankastræti núll. Þar sem var almenningsklósett, svo spilatækjasalur er núna listarými. Rapphljómsveitin Cyber er með hlustunarpartí. Cyber voru í Bizzness-gírnum í gær.Instagram/Steiney Skúla Þær voru að gefa út svona konsept plötu, fyrstu íslensku rapp óperuna sem gerist á skrifstofu. Sjúklega weird en mjög skemmtilegt. Það er búið að innrétta plássið sem gamaldags skrifstofu og þær eru glæsilegar í jakkafötum. „Ég er mamma hans og aðdáandi þinn!“ - Það eru rappelskandi mæðgin á staðnum. Ég bendi þeim á að rapparar séu almennt hörundsár stétt og það megi helst ekki hrósa öðrum en þeim sem er að halda partíið. En fíla peppið. Það er trúbador úti á götu. Ekki Jójó heldur einhver nýr, hann er samt ekki með hatt til að safna klinki. Annað hvort virðir hann íslensk lög eða sótti of seint um að spila á hátíðinni, hvortsemer þá er þetta skemmtileg viðbót í stemninguna. Það er alvöru rokk og ról á Gauki á stöng. Horrible Youth spilar músík sem lætur brisið á manni víbra. Setur olíu á vélindað. Söngvarinn er sá sem ég kalla bizarro world Ágúst Bent. Heitir sama nafni og ég, hagar sér eins og ég en er þungarokkari. Stórfurðulegt dæmi og enn ein sönnuninn að þetta sé allt simulation. Ég sé mann sem klappar ekki og hóta honum að out-a hann á Vísi. Ég er drunk on power. View this post on Instagram A post shared by Oslo Beats (@oslo_beats) Ég held að þeir hafi búist við meira fólki. Það eru svona tíu dyraverðir á Listasafni Reykjavíkur en engin röð. Örugglega þrjátíu barþjónar en engin að væta kverkar. Joey Christ er að spila en þakið er ekki beinlínis að rifna af kofanum. Þakið sat fast á. Flokkur fólksins getur huggað sig við það.* Joey er of sætur og vinsæll fyrir þessa hátíð. Hér eru furðufuglar frá Portland sem ferðast um á einhjóli með einglyrni. Þau komu ekki til að sjá rapp sem hljómar í aðalatriðum eins og það vestanhafs, heldur kom það til að sjá gjörningalistamenn sem trúa á álfa, spila á ryðgaða reiðhjólabjöllu og líta út eins og vont veður. Auðvitað er rapp skemmtilegra, en þeim er sama. Sætabrauðsdrengirnir Joey Christ og Jón Jónsson.Rúnar Sigurður Sigurjónsson Dj flugvél og geimskip sló þar af leiðandi í gegn á Húrra. Hún er með barnslega einlægni og útgeislun sem smitar. Hún syngur á því sem ég held að sé bara bull japanska og jólaljós blikka. Engin nema hún gæti gert þetta án þess að virka tilgerðarleg. Það er ómögulegt að elska hana ekki. Þetta er það sem útlendingarnir vilja. Eðlilega. Ég dýrka þetta líka. Björk og Elli Grill eru bæði á staðnum, árshátíð furðufugla. Elli missir smokk á gólfið, segir að hann hafi fengið hann í afmælisgjöf og konan hans trúir því. Mig langar til að vera eins og þetta fólk. Ekki margir komast upp með jafn sérstaka framkomu og dj flugvél og geimskip.Rúnar Sigurður Sigurjónsson „Ég elska að hátíðin sé farin back to basics!” - Curver situr í kjallaranum á Húrra og á hausnum á honum er meira af geli en hári. Einu sinni voru nefnilega fræg útlensk bönd á Airwaves, eitt árið voru meira að segja tónleikar í Laugardalshöll. En eftir Secret Solstice og Sónar þurftu Airwaves að finna sinn sess og ég held að það hafi verið rétt hjá þeim að veðja á hipsterinn. Um þetta leiti varð síminn minn batteríslaus og ég fékk blöð og penna á barnum. Restina af kvöldinu tók ég viðtök við örugglega hundrað manns og skrifaði niður eitthvað sem í dag er ómögulegt að skilja. Ég kenni slakri kennslu í Árbæjarskóla um þetta alltsaman. Grísalappalísa á Gauknum í gær.Siggi „Farið varlega strákar” - Ég fann hóp af fimmtán ára villingum á Listasafninu. Ég reyni að gefa þeim góð ráð, vara þá við þessum skrítnu lyfjum sem unga fólkið er að fikta við í dag, en ég veit ekki hvort ég sé að ná í gegn. Sem betur fer finn ég Flóna. Villingarnir falla nánast í yfirlið og Flóni hjálpar mér að leggja þeim lífsreglurnar. Samt frekar spes að þeir hafi komist inn til að byrja með. Enn meira spes að þeir hafi átt 25 þúsund kall fyrir bandi, þegar ég var fimmtán þurfti ég að beygla pizzukassa á Pizza 67 í tvo tíma til að fá eina tólf tommu. Ég sparka í sjálfan mig fyrir að hafa misst af Hatara. Sóaði kvöldinu í óskiljanlegt krot og tilgangslaus viðtöl. Hatari á sviðinu í Gamla bíói í gær.Rúnar Sigurður Sigurjónsson Á Prikinu eru tónleikar með tæpum ungum dreng sem kallar sig Tæpur ungur drengur, stórfurðulegt nafn en stórmerkileg músík. Prikið er ekki einn af stöðunum sem splæsti í að vera official off-venue, en Airwaves andinn er hér engu síður. Það er ekki hægt að setja einkaleyfi á stemningu og þetta er eitthvað sem er ekki hægt að upplifa einn heima á naríunum. *Flokkur fólksins kvartaði sérstaklega yfir þaklausu listasafni á Airwaves og kallaði borgina einn stóran partístað. I wish. Dagbók Bents Airwaves Menning Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Miðbærinn að verða einn stór partístaður Flokkur fólksins sagði á borgarráðsfundi í gær að miðbær Reykjavíkur væri einn stór partístaður og bað um hávaðamælingu í kringum Airwaves. 9. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Sjá meira
Ég var á naríunum á fyrstu tónleikunum. Þeir voru á Stúdentakjallaranum en ég heima í stofu að horfa á beina útsendingu Rúv núll. Rapparinn Haki var með keðju, autotune, svægi og lítur út fyrir að vera svona þrettán ára. Ég verð meðvitaður um að ég sé að horfa á þetta á naríunum. Eftir Rúv núll liggur leiðin á Bankastræti núll. Þar sem var almenningsklósett, svo spilatækjasalur er núna listarými. Rapphljómsveitin Cyber er með hlustunarpartí. Cyber voru í Bizzness-gírnum í gær.Instagram/Steiney Skúla Þær voru að gefa út svona konsept plötu, fyrstu íslensku rapp óperuna sem gerist á skrifstofu. Sjúklega weird en mjög skemmtilegt. Það er búið að innrétta plássið sem gamaldags skrifstofu og þær eru glæsilegar í jakkafötum. „Ég er mamma hans og aðdáandi þinn!“ - Það eru rappelskandi mæðgin á staðnum. Ég bendi þeim á að rapparar séu almennt hörundsár stétt og það megi helst ekki hrósa öðrum en þeim sem er að halda partíið. En fíla peppið. Það er trúbador úti á götu. Ekki Jójó heldur einhver nýr, hann er samt ekki með hatt til að safna klinki. Annað hvort virðir hann íslensk lög eða sótti of seint um að spila á hátíðinni, hvortsemer þá er þetta skemmtileg viðbót í stemninguna. Það er alvöru rokk og ról á Gauki á stöng. Horrible Youth spilar músík sem lætur brisið á manni víbra. Setur olíu á vélindað. Söngvarinn er sá sem ég kalla bizarro world Ágúst Bent. Heitir sama nafni og ég, hagar sér eins og ég en er þungarokkari. Stórfurðulegt dæmi og enn ein sönnuninn að þetta sé allt simulation. Ég sé mann sem klappar ekki og hóta honum að out-a hann á Vísi. Ég er drunk on power. View this post on Instagram A post shared by Oslo Beats (@oslo_beats) Ég held að þeir hafi búist við meira fólki. Það eru svona tíu dyraverðir á Listasafni Reykjavíkur en engin röð. Örugglega þrjátíu barþjónar en engin að væta kverkar. Joey Christ er að spila en þakið er ekki beinlínis að rifna af kofanum. Þakið sat fast á. Flokkur fólksins getur huggað sig við það.* Joey er of sætur og vinsæll fyrir þessa hátíð. Hér eru furðufuglar frá Portland sem ferðast um á einhjóli með einglyrni. Þau komu ekki til að sjá rapp sem hljómar í aðalatriðum eins og það vestanhafs, heldur kom það til að sjá gjörningalistamenn sem trúa á álfa, spila á ryðgaða reiðhjólabjöllu og líta út eins og vont veður. Auðvitað er rapp skemmtilegra, en þeim er sama. Sætabrauðsdrengirnir Joey Christ og Jón Jónsson.Rúnar Sigurður Sigurjónsson Dj flugvél og geimskip sló þar af leiðandi í gegn á Húrra. Hún er með barnslega einlægni og útgeislun sem smitar. Hún syngur á því sem ég held að sé bara bull japanska og jólaljós blikka. Engin nema hún gæti gert þetta án þess að virka tilgerðarleg. Það er ómögulegt að elska hana ekki. Þetta er það sem útlendingarnir vilja. Eðlilega. Ég dýrka þetta líka. Björk og Elli Grill eru bæði á staðnum, árshátíð furðufugla. Elli missir smokk á gólfið, segir að hann hafi fengið hann í afmælisgjöf og konan hans trúir því. Mig langar til að vera eins og þetta fólk. Ekki margir komast upp með jafn sérstaka framkomu og dj flugvél og geimskip.Rúnar Sigurður Sigurjónsson „Ég elska að hátíðin sé farin back to basics!” - Curver situr í kjallaranum á Húrra og á hausnum á honum er meira af geli en hári. Einu sinni voru nefnilega fræg útlensk bönd á Airwaves, eitt árið voru meira að segja tónleikar í Laugardalshöll. En eftir Secret Solstice og Sónar þurftu Airwaves að finna sinn sess og ég held að það hafi verið rétt hjá þeim að veðja á hipsterinn. Um þetta leiti varð síminn minn batteríslaus og ég fékk blöð og penna á barnum. Restina af kvöldinu tók ég viðtök við örugglega hundrað manns og skrifaði niður eitthvað sem í dag er ómögulegt að skilja. Ég kenni slakri kennslu í Árbæjarskóla um þetta alltsaman. Grísalappalísa á Gauknum í gær.Siggi „Farið varlega strákar” - Ég fann hóp af fimmtán ára villingum á Listasafninu. Ég reyni að gefa þeim góð ráð, vara þá við þessum skrítnu lyfjum sem unga fólkið er að fikta við í dag, en ég veit ekki hvort ég sé að ná í gegn. Sem betur fer finn ég Flóna. Villingarnir falla nánast í yfirlið og Flóni hjálpar mér að leggja þeim lífsreglurnar. Samt frekar spes að þeir hafi komist inn til að byrja með. Enn meira spes að þeir hafi átt 25 þúsund kall fyrir bandi, þegar ég var fimmtán þurfti ég að beygla pizzukassa á Pizza 67 í tvo tíma til að fá eina tólf tommu. Ég sparka í sjálfan mig fyrir að hafa misst af Hatara. Sóaði kvöldinu í óskiljanlegt krot og tilgangslaus viðtöl. Hatari á sviðinu í Gamla bíói í gær.Rúnar Sigurður Sigurjónsson Á Prikinu eru tónleikar með tæpum ungum dreng sem kallar sig Tæpur ungur drengur, stórfurðulegt nafn en stórmerkileg músík. Prikið er ekki einn af stöðunum sem splæsti í að vera official off-venue, en Airwaves andinn er hér engu síður. Það er ekki hægt að setja einkaleyfi á stemningu og þetta er eitthvað sem er ekki hægt að upplifa einn heima á naríunum. *Flokkur fólksins kvartaði sérstaklega yfir þaklausu listasafni á Airwaves og kallaði borgina einn stóran partístað. I wish.
Dagbók Bents Airwaves Menning Tónlist Tengdar fréttir Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00 Miðbærinn að verða einn stór partístaður Flokkur fólksins sagði á borgarráðsfundi í gær að miðbær Reykjavíkur væri einn stór partístaður og bað um hávaðamælingu í kringum Airwaves. 9. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Fleiri fréttir Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Sjá meira
Dagbók Bents: Krúttlegt mosh-pit og skyrpandi risaeðlur í Júragarðinum Upp með'etta! - Markús vinur minn æpir á mig í World Class á meðan mynd af Bjössa starir á mig eins og frekja. Upp með'etta! 9. nóvember 2018 17:00
Miðbærinn að verða einn stór partístaður Flokkur fólksins sagði á borgarráðsfundi í gær að miðbær Reykjavíkur væri einn stór partístaður og bað um hávaðamælingu í kringum Airwaves. 9. nóvember 2018 08:00
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið