Atkvæði verða talin aftur á Flórída undir svikabrigslum forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 10. nóvember 2018 20:15 Hópur fólks krefst þess að öll atkvæði verði talin á Flórída. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Innanríkisráðherra Flórída hefur skipað fyrir um að atkvæði í kosningunum til ríkisstjóra og öldungadeildarþingsætis verði talin aftur vegna þess hversu litlu munar á frambjóðendunum. Lög á Flórída kveða á um að atkvæði skuli talin aftur þegar munurinn er innan við 0,5 prósentustig. Enn er verið að telja atkvæði á Flórída eftir þing- og ríkisstjórakosningarnar sem fóru fram á þriðjudag. Eins og stendur er Ron DeSantis, frambjóðandi repúblikana, með 0,41 prósentustiga forskot á Andrew Gillum, frambjóðanda demókrata, í ríkisstjórakosningunum. Munurinn er enn minni í kosningunni um annan öldungadeildarþingmann ríkisins. Rick Scott, frambjóðandi repúblikana, er með 0,14 prósentustiga forskot á Bill Nelson, sitjandi öldungadeildarþingmann, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að aðeins muni rúmlega 14.000 atkvæðum á þeim af þeim hátt í 8,2 milljónum atkvæða sem voru greidd. Atkvæði verða talin vélrænt í báðum tilfellum. Ef munurinn verður innan við fjórðung úr prósentustigi eftir þá talningu verða atkvæðin talin aftur handvirkt. Vélrænu talningunni á að ljúka á fimmtudag.Bítast um hvert vafaatkvæði Þróun talningarinnar hefur valdið töluverðri spennu. Á kosninganótt leit út fyrir að frambjóðendur repúblikana hefðu haft sigur. Gillum viðurkenndi meðal annars ósigur. Eftir því sem fleiri atkvæði voru talin dró hins vegar verulega saman á milli frambjóðendanna. Dró Gillum þá yfirlýsingu sína til baka. Lögmenn beggja flokka hafa tekist á um öll vafaatkvæði í Broward- og Pálmastrandarsýslum undanfarna daga. Scott hefur meðal annars sakað demókrata um að reyna að „stela“ sigrinum í kosningunum og beðið lögreglustjóra um að vera á varðbergi fyrir kosningasvindli. DeSantis hefur hins vegar haldið áfram undirbúningi sínum við að taka við ríkisstjóraembættinu eins og ekkert hafi í skorist. Ken Detzner, innanríkisráðherrann sem tilkynnti um endurtalninguna, var skipaður af Scott þegar hann var ríkisstjóri Flórída. Skrifstofa hans lýsti því yfir að engar vísbendingar hefðu komið fram um glæpsamlegt athæfi í tengslum við kosningarnar. Henni er ekki kunnugt um að áður hafi þurft að telja atkvæði aftur í ríkisstjóra- eða þingkosningum þar, hvað þá í þeim báðum á sama tíma. Donald Trump forseti fór mikinn um kosningarnar á Flórída á Twitter í gær og í dag. Þar sakaði hann demókrata um að reyna að stela kosningunum án þess þó að færa frekari rök fyrir þeim ásökunum. Trump hefur ítrekað haldið því fram að kosningasvik séu víðtæk í Bandaríkjunum, bæði sem frambjóðandi og forseti, þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um slíkt. Nefnd sem hann setti á fót til að rannsaka kosningasvik í fyrra var leyst upp án þess að hún kæmist að nokkurri niðurstöðu.Trying to STEAL two big elections in Florida! We are watching closely!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 10, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Stefnir í slag um endurtalningu á Flórída Munurinn á atkvæðafjölda demókrata og repúblikana á Flórída er svo lítill að telja gæti þurft atkvæði aftur. 9. nóvember 2018 09:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent