Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2018 13:08 Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Getty/Lukas Schultze Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Friedrich Merz, sem nefndur hefur verið sem hugsanlegur arftaki Angelu Merkel í stóli formanns Kristilegra demókrata (CDU) í Þýskalandi, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). „Flokkur sem er opinberlega nasískur og er með hreinan gyðingahatursundirtón, þar er þörf á skýrri afmörkun til hægri,“ segir Merz í útvarpsviðtali við ríkisfjölmiðilinn WDR 5. Merz segir þó ennfremur vilja ná þeim kjósendum CDU sem hafi kosið AfD að undanförnu aftur til baka. AfD hefur unnið mikla sigra í kosningum að undanförnu, en á sama tíma hefur fjarað undan fylgi hefðbundnu stjórnarflokkanna í þýskum stjórnmálum, Kristilegum demókrötum og Jafnaðarmönnum.Sækist ekki eftir endurkjöri Merkel greindi frá því í lok október að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður CDU á landsþingi í desember. Hún hyggst þó sitja áfram sem kanslari út kjörtímabilið sem lýkur 2021. Ljóst þykir að baráttan um formannsstólinn standi á milli Merz og Annegret Kramp-Karrenbauer, framkvæmdastjóra CDU. AfD var stofnað árið 2013 og hefur talað fyrir því að stöðva straum innflytenda til Þýskalands og talað gegn múslimum. AfD náði í fyrsta skipti inn mönnum inn á þýska þingið í kosningunum haustið 2017, en hefur einnig náð inn mönnum á sambandsþingin um allt Þýskaland.Endurkoma hjá Merz Lögfræðingurinn Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur þó ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu.
Þýskaland Tengdar fréttir Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Samflokksmenn Angelu Merkel hafa ólíkar skoðanir um hver skuli taka við af "Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði til formanns flokksins. 29. október 2018 23:30