Ekkert saknæmt við andlát Dante Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 15:28 Dante var tólf ára gamall og búsettur í Falkenberg. Sænska lögreglan telur að hinn 12 ára gamli Dante, sem fannst látinn í vesturhluta landsins á föstudag, hafi drukknað. Lík hans fannst við orkuver í austanverðum Falkenberg eftir um þriggja sólarhringa leit. Hvarf hans var upphaflega rannsakað sem mannrán og þegar lík hans fannst grunaði lögreglu að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Niðurstöður réttarmeinafræðinga, sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í dag, benda þó til að svo hafi ekki verið. Dánarorsök Dante var drukknun - hræðilegar slysfarir. Haft er eftir Ulla Brehm, talsmanni lögreglunnar í vestanverðri Svíþjóð, að búið sé að útiloka að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Sænskir miðlar greina að sama skapi frá því að aðstandendum Dante hafi verið gert viðvart þegar niðurstöður réttarmeinarfræðinganna lágu fyrir.Nærsveitungar Dante hafa minnst hans á torgi í Falkenberg síðustu daga.TTDrengurinn hvarf í heimabæ sínum Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar á þriðjudag. Lýst var eftir honum þegar drengurinn skilað sér ekki heim eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn. Hundurinn skilaði sér hins vegar einn heim. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Dante í kjölfarið þar sem lögregla, herinn, strandgæslan og fjölmargir sjálfboðaliðar, um þrjú þúsund talsins, tóku þátt. Það var svo á föstudag sem tekin var ákvörðun um að minnka vatnsflæðið úr Herting-orkuverinu, með það fyrir augum að auðvelda leitina á árbökkum Ätran. Það bar sorglegan árangur síðdegis þegar leitarmenn gengu fram á lík Dante. Faðir Dante skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann lýsti hinni miklu sorg sem fylgdi andláti sonar síns. Hann nýtti jafnframt tækifærið og þakkaði þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu við leitina. Gríðarmikill samhugur er sagður hafa gripið heimabæ Dante, sem kveikt hafa á kertum til minningar um drenginn á aðaltorgi bæjarins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um minningarstundina þar sem rætt var við Íslending sem tók þátt í leitinni að Dante. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Sænska lögreglan telur að hinn 12 ára gamli Dante, sem fannst látinn í vesturhluta landsins á föstudag, hafi drukknað. Lík hans fannst við orkuver í austanverðum Falkenberg eftir um þriggja sólarhringa leit. Hvarf hans var upphaflega rannsakað sem mannrán og þegar lík hans fannst grunaði lögreglu að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Niðurstöður réttarmeinafræðinga, sem sænskir fjölmiðlar greindu frá í dag, benda þó til að svo hafi ekki verið. Dánarorsök Dante var drukknun - hræðilegar slysfarir. Haft er eftir Ulla Brehm, talsmanni lögreglunnar í vestanverðri Svíþjóð, að búið sé að útiloka að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað í aðdraganda andlátsins. Sænskir miðlar greina að sama skapi frá því að aðstandendum Dante hafi verið gert viðvart þegar niðurstöður réttarmeinarfræðinganna lágu fyrir.Nærsveitungar Dante hafa minnst hans á torgi í Falkenberg síðustu daga.TTDrengurinn hvarf í heimabæ sínum Falkenberg á vesturströnd Svíþjóðar á þriðjudag. Lýst var eftir honum þegar drengurinn skilað sér ekki heim eftir að hafa farið út að ganga með fjölskylduhundinn. Hundurinn skilaði sér hins vegar einn heim. Blásið var til umfangsmikillar leitar að Dante í kjölfarið þar sem lögregla, herinn, strandgæslan og fjölmargir sjálfboðaliðar, um þrjú þúsund talsins, tóku þátt. Það var svo á föstudag sem tekin var ákvörðun um að minnka vatnsflæðið úr Herting-orkuverinu, með það fyrir augum að auðvelda leitina á árbökkum Ätran. Það bar sorglegan árangur síðdegis þegar leitarmenn gengu fram á lík Dante. Faðir Dante skrifaði færslu á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann lýsti hinni miklu sorg sem fylgdi andláti sonar síns. Hann nýtti jafnframt tækifærið og þakkaði þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu við leitina. Gríðarmikill samhugur er sagður hafa gripið heimabæ Dante, sem kveikt hafa á kertum til minningar um drenginn á aðaltorgi bæjarins.Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um minningarstundina þar sem rætt var við Íslending sem tók þátt í leitinni að Dante.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Telja sig hafa fundið lík drengsins sem leitað var að Lögregla í Svíþjóð telur sig hafa fundið lík Dante, tólf ára drengs með Downs-heilkenni, sem leitað hefur verið að í þrjá sólarhringa. 9. nóvember 2018 16:41