CNN höfðar mál gegn Trump og fleirum Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2018 14:56 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. AP/Evan Vucci Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Fréttastöðin CNN hefur höfðað mál gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og starfsmönnum hans vegna þess að Jim Acosta, fréttamanni CNN, var meinað að mæta á blaðamannafundi og aðra atburði í Hvíta húsinu. CNN og Acosta eru sækjendur í málinu og segja Hvíta húsið hafa brotið á stjórnarskrávernduðum rétti Acosta með því að meina honum aðgang að Hvíta húsinu. Þeir stefndu eru sex. Það eru Trump, John Kelly starfsmannastjóri Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders upplýsingafulltrúi Trump, Bill Shine aðstoðaryfirmaður samskiptasviðs Hvíta hússins, Joseph Clancy yfirmaður lífvarðarsveitar forsetans og sá lífvörður forsetans sem tók aðgangskort Acosta. Ekki er búið að nafngreina þann síðastnefnda. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá CNN.This morning, CNN filed a lawsuit against @realDonaldTrump and top aides. The White House has violated CNN and @Acosta's First Amendment rights of freedom of the press and Fifth Amendment rights to due process. Complaint: https://t.co/43oX6L8xA7pic.twitter.com/RvJ0Cgh6oi — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018 Deilur komu upp á milli Trump og Acosta á blaðamannafundi í síðustu viku. Trump sakaði Acosta meðal annars um að vera dónalegan og hræðilega manneskju. Þetta var eftir að Acosta spurði Trump út í Rússarannsóknina svokölluðu. „Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“Sjá einnig: Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfirSamtök blaðamanna sem starfa í Hvíta húsinu segjast standa við bakið á Acosta og CNN og styðja lögsóknina. Olivier Knox, formaður samtakanna, segir að forseti Bandaríkjanna eigi ekki að hafa áhrif á það hverjir fjalla um hann og málefni hans.Statement from WHCA President Olivier Knox on CNN lawsuit. #whca@oknoxpic.twitter.com/y5uJwnGfqb — WHCA (@whca) November 13, 2018 Í kjölfar þess að Acosta var meinaður aðgangur að Hvíta húsinu birti Sarah Huckabee Sanders myndband af atviki þar sem kona sem starfar í Hvíta húsinu reyndi að taka hljóðnemann af Acosta. Hendur þeirra snertust á einum tímapunkti þegar konan reyndi að teygja sig í hljóðnemann. Sanders skilgreindi það sem „óveiðeigandi hegðun“. Myndbandinu sem hún birti hafði þó verið breytt svo að snertingin virtist alvarlegri en hún var. Þá kom myndbandið frá einum af ritstjórum Infowars, sem er í eigu samsæriskenningasmiðsins Alex Jones.Sjá einnig: Hvíta húsið sakað um að dreifa breyttu myndbandiÍ yfirlýsingu frá Ted Boutrous, lögmanni CNN og Acosta, segir hann að ljóst sé að Hvíta húsið sé að refsa skjólstæðingum sínum vegna innihalds frétta þeirra. Það sé í sjálfu sér skýrt brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna.Statement from @BoutrousTed, attorney for CNN & @Acosta: pic.twitter.com/tFMgM1AIEZ — CNN Communications (@CNNPR) November 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira