Veita aukið fjármagn í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 23:55 Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára þegar hún hvarf í Portúgal árið 2007. Vísir/EPA Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni. Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Breska innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að veita 150 þúsund pundum aukalega í rannsóknina á hvarfi Madeleine McCann. Fréttastofa Sky í Bretlandi greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan í Lundúnum hefði ekki yfir nægu fjármagni að ráða til að halda rannsókninni áfram. Var það ljóst í september síðastliðnum og fór lögreglan því fram á aukafjárveitingu frá innanríkisráðuneytinu. Er vonast til að þessi 150 þúsund pund, sem gera um 24 milljónir íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, dugi til að standa undir rannsókn hvarfsins þar til 31. mars næstkomandi. Sky segir frá því lögreglan hafi þurft að sækja um aukafjárveitingu vegna rannsóknarinnar á hálfs árs fresti. Innanríkisráðuneytisins segist meta það út frá samtölum við lögregluna hvort tilefni sé til aukafjárveitingar vegna rannsóknarinnar sem hefur kostað breska ríkið 11,7 milljónir punda, eða því sem nemur um 1,8 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Foreldrar Madeleine McCann, Gerry og Kate.Vísir/EPAMadeleine var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf í portúgalska bænum Praia da Luz þar sem hún var í fríi með foreldrum sínum árið 2007. Foreldrar hennar höfðu skilið hana eftir í íbúðinni ásamt systkinum tveimur á meðan þeir héldu á veitingastað ásamt vinum sem var í nokkurra tuga metra fjarlægð frá íbúðinni. Portúgalska lögreglan rannsakaði málið en árið 2013 ákvað lögreglan í Lundúnum að hefja eigin rannsókn. Á meðal þess sem hefur verið unnið eftir er að Madeleine hafi verið numin á brott, hún hafi sjálf farið úr íbúðinni eða að hún hafi látið lífið í íbúðinni. Foreldrar hennar, Kate og Gerry McCann, höfðu stöðu sakbornings í Portúgal þar til saksóknari ákvað að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum. Voru foreldrarnir um tíma grunaðir um að hafa reynt að hylma yfir að Madeleine hefði látist af slysförum í íbúðinni.
Bretland Madeleine McCann Tengdar fréttir McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25 Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
McCann-hjónin halda enn í vonina eftir tíu ár Tíu árum eftir að Madeleine McCann hvarf af hótelherbergi í Portúgal eru foreldrar hennar enn vongóðir um að hún sé á lífi og að hún komi í leitirnar. 30. apríl 2017 09:25
Fjórir leystir undan grun vegna hvarfs Madeleine Breska rannsóknarlögreglan Scotland Yard segist þó enn vera með eina mikilvæga vísbendingu til rannsóknar. 25. apríl 2017 21:30