Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2018 10:27 Björgunaraðilar leita að líkum í brunarústum í Paradise. AP/John Locher Björgunaraðilar í norðurhluta Kaliforníu hafa fundið sex látna til viðbótar í bænum Paradise (Paradís á íslensku) sem gereyðilagðist nánast í mannskæðustu kjarr- og skógareldum ríkisins. Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. Áður hafði mannskæðustu skógar- og kjarreldar átt sér stað í Griffith-garðinum í Los Angeles árið 1923. Þá dóu 29. Yfirlit yfir fjölda þeirra sem er saknað verður gert opinbert á næstunni, samkvæmt fógeta Butte-sýslu í Kaliforníu. Þá er búið að kalla til um hundrað hermenn til að hjálpa björgunaraðilum við leitina í Paradise. Fógetinn sagði einnig að sex manns hefðu verið handteknir vegna rána í rústum bæjarins.AP fréttaveitan ræddi við nokkra af íbúum bæjarins sem tókst að flýja undan eldunum en einn þeirra, Greg Gibson, segir hraða eldsins hafa verið ótrúlegan. Hann leitar nú að upplýsingum um nágranna sína sem er saknað.Harold Taylor er 72 ára gamall en honum tókst að flýja. Hann fékk símtal á síðasta fimmtudag þar sem honum var sagt að yfirgefa heimili sitt og þá hafði eldurinn þegar náð upp að húsi hans. Taylor hafði ekki tíma til að taka neinar eigur með sér, aðrar en þær sem hann var klæddur í. Á leiðinni út úr bænum rakst hann á nágranna sinn sem vildi ekki flýja. Taylor reyndi að fá hann upp í bíl sinn en nágranninn vildi ekki fara. Sá maður er nú týndur og er Taylor að reyna að komast að því hvort hann lifði af. Hér má sjá drónamyndband sem birt var í gær og sýnir útlitið í Paradise.AP ræddi einnig við Lindu Rawlings. Hún var í útilegu þegar eldurinn kom upp. Nágrannar hennar hleyptu þremur hundum hennar út úr girðingu þeirra svo þeir gætu komist undan eldinum. Nágrannarnir flúðu og hundarnir sömuleiðis. Nokkrum dögum síðar fundust hundarnir þar sem þeir biðu eftir eigendum sínum í rústum heimilis þeirra. Húsið hafði brunnið til grunna. Talið er að um 90 prósent bygginga í Paradise hafi brunnið. AFP fréttaveitan ræddi við einn íbúa sem tók þá ákvörðun að yfirgefa bæinn ekki og reyna að verja heimili sitt. Honum tókst það en nágrannar hans voru ekki svo heppnir.VIDEO: 'Camp Fire' destroyed almost 90% of the buildings in the small town of Paradise, California. Of the few houses that survived, their owners who refused to evacuate, say they "feel pretty happy to have made it." pic.twitter.com/g4vTi7H57O— AFP news agency (@AFP) November 14, 2018 Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Björgunaraðilar í norðurhluta Kaliforníu hafa fundið sex látna til viðbótar í bænum Paradise (Paradís á íslensku) sem gereyðilagðist nánast í mannskæðustu kjarr- og skógareldum ríkisins. Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. Áður hafði mannskæðustu skógar- og kjarreldar átt sér stað í Griffith-garðinum í Los Angeles árið 1923. Þá dóu 29. Yfirlit yfir fjölda þeirra sem er saknað verður gert opinbert á næstunni, samkvæmt fógeta Butte-sýslu í Kaliforníu. Þá er búið að kalla til um hundrað hermenn til að hjálpa björgunaraðilum við leitina í Paradise. Fógetinn sagði einnig að sex manns hefðu verið handteknir vegna rána í rústum bæjarins.AP fréttaveitan ræddi við nokkra af íbúum bæjarins sem tókst að flýja undan eldunum en einn þeirra, Greg Gibson, segir hraða eldsins hafa verið ótrúlegan. Hann leitar nú að upplýsingum um nágranna sína sem er saknað.Harold Taylor er 72 ára gamall en honum tókst að flýja. Hann fékk símtal á síðasta fimmtudag þar sem honum var sagt að yfirgefa heimili sitt og þá hafði eldurinn þegar náð upp að húsi hans. Taylor hafði ekki tíma til að taka neinar eigur með sér, aðrar en þær sem hann var klæddur í. Á leiðinni út úr bænum rakst hann á nágranna sinn sem vildi ekki flýja. Taylor reyndi að fá hann upp í bíl sinn en nágranninn vildi ekki fara. Sá maður er nú týndur og er Taylor að reyna að komast að því hvort hann lifði af. Hér má sjá drónamyndband sem birt var í gær og sýnir útlitið í Paradise.AP ræddi einnig við Lindu Rawlings. Hún var í útilegu þegar eldurinn kom upp. Nágrannar hennar hleyptu þremur hundum hennar út úr girðingu þeirra svo þeir gætu komist undan eldinum. Nágrannarnir flúðu og hundarnir sömuleiðis. Nokkrum dögum síðar fundust hundarnir þar sem þeir biðu eftir eigendum sínum í rústum heimilis þeirra. Húsið hafði brunnið til grunna. Talið er að um 90 prósent bygginga í Paradise hafi brunnið. AFP fréttaveitan ræddi við einn íbúa sem tók þá ákvörðun að yfirgefa bæinn ekki og reyna að verja heimili sitt. Honum tókst það en nágrannar hans voru ekki svo heppnir.VIDEO: 'Camp Fire' destroyed almost 90% of the buildings in the small town of Paradise, California. Of the few houses that survived, their owners who refused to evacuate, say they "feel pretty happy to have made it." pic.twitter.com/g4vTi7H57O— AFP news agency (@AFP) November 14, 2018
Bandaríkin Skógareldar Tengdar fréttir Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19 Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00 Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Tala látinna hækkar og yfir 200 manns saknað í Kaliforníu Yfirvöld í Kaliforníu segja nú að samtals 31 hafi látist af völdum kjarreldanna sem geisað hafa í ríkinu undanfarna daga. Þá er yfir 200 manns saknað. 12. nóvember 2018 07:41
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Heimili Gerard Butler og Neil Young urðu eldunum að bráð Leikarinn Gerard Butler og tónlistarmennirnir Neil Young og Robin Thicke eru á meðal þeirra sem misst hafa heimili sín í hinum gríðarmiklu kjarreldum sem nú geisa í Kaliforníu. 12. nóvember 2018 08:19
Draumur Íslendings í Paradís lifir enn Anton Axelsson, Íslendingur sem rekur veitingastað í Paradís í Kaliforníu þar sem gríðarlegir skógareldar geysa, segist aldrei hafa séð annað eins. 11. nóvember 2018 23:00
Segist heppin og þakklát að sleppa frá skógareldum Skógar- og kjarreldarnir í Kaliforníu eru orðnir þeir mannskæðustu í sögu ríkisins. Ólafía Einarsdótti, íbúi í West Hill í Kaliforníu, segir það mikla mildi að heimili hennar hafi sloppið við eldana. 12. nóvember 2018 19:30
Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent