Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. nóvember 2018 20:00 Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már. Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már.
Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00