Áætla má að skertur svefn kosti íslenskt samfélag 55 milljarða á ári Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. nóvember 2018 20:00 Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már. Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ef kostnaður íslensks samfélags af skertum svefni landsmanna er svipaður og í Bandaríkjunum má áætla að hann sé um fimmtíu og fimm milljarðar króna árlega. Þetta segir forstjóri svefnrannsóknarfyrirtækisins Nox Medical sem í dag var valið framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun af Creditinfo. Creditinfo veitti í dag framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningar vegna síðasta árs. Á listanum eru 857 fyrirtæki eða 2% allra fyrirtækja hér á landi. Samherji trónir á toppnum líkt og í fyrra og þar á eftir koma Marel, Landsvirkjun og Alcoa Fjarðaál. Nox Medical fékk sérstaka viðurkenningu sem framúrskarandi fyrirtæki í nýsköpun. Nox Medical er leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu lækningatækjum og á búnaði til svefnrannsókna. Starfsmenn Nox Medical eru um fimmtíu, velta fyrirtækisins er nálægt 14 milljónum evra, jafnvirði 2 milljarða króna, og eru vörur þess notaðar á mörgum af virtustu sjúkrahúsum í heimi.Kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni og svefngæðum er áætlaður 411 milljarðar dollara árlega að því er fram kemur í ítarlegri úttekt National Geographic um svefn.„Við erum ákaflega stolt af því að vera í hópi framúrskarandi fyrirtækja. Við erum stolt af því að vera rekin með hagnaði. Við segjum stundum að við rekum fyrirtækið eftir gömlu gildunum. Að betra sé að hafa tekjurnar hærri en gjöldin, þá myndast hagnaður og fyrir þann hagnað höfum við náð að byggja fyrirtækið upp. Þessi viðurkenning er okkur ótrúlega mikils virði. Hún er viðurkenning á því mikla starfi sem fyrirtækið hefur lagt á sig,“ segir Pétur Már Halldórsson forstjóri Nox Medical. Í ágústhefti National Geographic er ítarleg umfjöllun um svefn og þar kemur fram að árlegur kostnaður bandarísks samfélags af skertum svefni fólks sé 411 milljarðar dollara. „Það kemur fram í rannsókninni að kostnaður annarra samfélag sé ámóta og kostnaður Bandaríkjanna og ég hef enga ástæðu til að ætla að við Íslendingar séum eitthvað betri í því en Bandaríkjamenn að skerða svefngæðin okkar. Ef við veltum þessu upp á íslenskan veruleika þá má komast að þeirri niðurstöðu að heildarkostnaður íslenska samfélagsins sé um 55 milljarðar króna á ári vegna afleiddra afleiðinga af skertum svefngæðum eða lélegri svefnheilsu,“ segir Pétur Már.
Vísindi Tengdar fréttir Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja orðið óbærilegt vegna styrkingar krónu Rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja sem hafa tekjur í erlendum gjaldmiðlum en rekstrarkostnað á Íslandi er orðið nær óbærilegt vegna styrkingar krónunnar og hækkunar á launakostnaði innanlands. Þetta er mat stjórnenda tveggja íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. 24. apríl 2018 19:45
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í máli um hugverkaþjófnað Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað. Kviðdómur í Delaware komst að þeirri niðurstöðu að Natus hefði stolið hönnun Nox Medical á búnaði til svefnrannsókna sem er varin af einkaleyfi. 23. maí 2018 19:00