Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 14. nóvember 2018 19:40 Theresa May ávarpar blaðamenn fyrir utan Downingstræti 10 í kvöld. Vísir/Getty Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands hefur ákveðið að styðja drög útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. Samninganefndir Breta og Evrópusambandsins kláruðu þessi drög aðfaranótt þriðjudags. Theresa May, forsætisráðherra Breta, tilkynnti þetta á blaðamannafundi fyrir utan Downingstræti 10 í Lundúnum nú á áttunda tímanum í kvöld að loknum fimm tíma fundi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði þennan útgöngusáttmála bestu niðurstöðuna fyrir Breta og sagði hann í samræmi við val þjóðarinnar sem studdi útgöngu Breta úr ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sagði hún þennan útgöngusáttmála vernda bæði störf og breska ríkið. May sagðist gera sér grein fyrir því að ákvörðunin um að styðja útgöngusáttmálann yrði gagnrýnd og að framundan væru erfiðir dagar. Ríkisstjórnin hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kosti að byggja upp framtíð þjóðarinnar eða að fara aftur á byrjunarreit og fara gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni.Að neðan má sjá stuttan fréttamannafund May fyrr í kvöld.Drögin voru birt á heimasíðu framkvæmdastjórnar ESB nú í kvöld. Drögin eru 585 blaðsíður að lengd. Breskir fjölmiðlar segja frá því að meirihluti ráðherra í ríkisstjórn hafi stutt samningsdrögin. Fréttamaður Sky segir að um tíu ráðherrar hafi verið samningnum andvíg. Megi því búast við að framundan séu afsagnir ráðherra.NEW: told cabinet very split. May got it through on majority. Told that nearly 10 cabinet ministers opposed. Mood worse than after Chequers then? “Yeah, much much worse”— Beth Rigby (@BethRigby) November 14, 2018 Ávarpar þingið á morgunMay sagðist ætla að flytja ávarpa á breska þinginu á morgun og hún sagðist vera þeirrar trúar að þessi ákvörðun sé sú besta fyrir bresku þjóðina. May hyggst funda með Arlene Foster, leiðtoga Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) sem ver ríkisstjórn Íhaldsmanna falli, í kvöld.Breskir fjölmiðlar segja líkur á því að andstæðingar samningsins muni bera upp tillögu um vantraust á hendur May.Segir samninginn þann versta í sögunni Nigel Farage, fyrrverandi formaður Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hvatt í kvöld „alla sanna“ stuðningsmenn útgöngu innan ríkisstjórnarinnar að segja af sér. Samningurinn sé sá versti í sögunni.Any cabinet member who is a genuine Brexiteer must now resign or never be trusted again, this is the worst deal in history.— Nigel Farage (@Nigel_Farage) November 14, 2018 Bretland hyggst formlega segja skilið við Evrópusambandið þann 29. mars næstkomandi.Fréttin var síðast uppfærð kl. 20:09.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira