Barnier segir drögin koma í veg fyrir hörð landamæri á Írlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 21:49 Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, ávarpaði fréttamenn í kvöld. Getty/Bloomberg Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi. Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum, segir að samningsdrögin, sem nú hafi verið kynnt, búi þannig um hnútana að ekki þurfi að koma upp sérstöku eftirliti á landamærum Írlands og Norður-Írlands. „Við höfum tekið afgerandi skref í þá átt að tryggja skipulagða útgöngu í mars,“ sagði Barnier í kvöld eftir að tilkynnt var að breska ríkisstjórnin hefði samþykkt samningsdrögin. Drögin telja 585 blaðsíður. Barnier segir að með samningnum verði landamærin á Írlandi áfram eins og þau hafi verið, án sérstaks eftirlits.Einn helsti ásteytingarsteinninn Deilan um hvernig haga skuli málum á landamærum Írlands og Norður-Írlands hefur verið einn helsti ásteytingarsteinninn í Brexit-viðræðunum. Hefur verið talað um hið svokallaða „backstop“, áætlun sem er ætlað að tryggja að ekki komi til harðra landamæra á Írlandi. Norður-Írland verður ekki hluti Evrópusambandsins eftir útgöngu, en Írland verður þó áfram aðili. Hefur mikið verið rætt um að friðarsamningarnir sem kenndir eru við föstudaginn langa, kunni að vera í uppnámi, yrði hörðum landamærum komið á.Áfram hluti tollabandalagsins Lausnin verður að Bretland verði tímabundið áfram hluti tollabandalags Evrópu og að samningsaðilar skulu á aðlögunartímabilinu, sem telur 21 mánuður frá útgöngu í lok mars næstkomandi, ná saman um viðskiptasamning sem tryggi að landamærin verði áfram opin. Þannig virðast Bretar hafa komist hjá því að gangast við fyrri tillögu Barnier um að komið yrði á sérstökum tollalandamærum á hafsvæðinu milli Norður-Írlands og restinni af Bretlandi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Írland Norður-Írland Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40