Ærið verkefni hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit Vísir/EPA Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40