Ærið verkefni hjá Theresu May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit Vísir/EPA Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Þó að samninganefndir Bretlands og ESB hafi komist að samkomulagi um drög að samningi um framtíðarsambandið eftir Brexit er langur vegur fram undan. Bretland mun ganga út úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Þó að samkomulagsdrög hafi verið samþykkt þarf ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, að samþykkja drögin, síðan breska þingið og þá hin 27 aðildarríki ESB. May fundaði með ráðherrum sínum í gær og eftir fimm klukkustunda langan fund náðist niðurstaða. Stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki þótt sjálfsagður að undanförnu. Þannig hafa nokkrir ráðherrar sagt af sér vegna ósættis um Brexit-málið. Raunar var fátt annað en Brexit til umræðu í Bretlandi í gær, nema ef til vill sjötugsafmæli Karls Bretaprins. Þegar May kom fyrir þingið og svaraði fyrirspurnum deildi hún til að mynda við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um ágæti draganna. Corbyn sagði að með samþykkt þeirra yrðu Bretar fastir í einhvers konar millibilsástandi og fengju enga aðkomu að reglusetningu. Þá sagði hann að May væri að bjóða Bretum upp á falskt val á milli lélegs samnings og einskis. May sagði að Verkamannaflokkurinn væri að reyna að hindra útgönguna og þannig svíkja bresku þjóðina. Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP-flokksins, sagði samninginn þann versta mögulega fyrir Skotland og að hún myndi vilja sjá Breta fá fulla aðild að innri markaði ESB og tollabandalaginu frekar. Búist er við að drögin fari fyrir þingið í kringum 7. desember, að sögn stjórnmálaskýranda BBC. Það verður í það minnsta ekki gert fyrr en eftir fund leiðtogaráðs ESB sem Leo Varadkar, forsætisráðherra Írlands, sagði að gæti farið fram 25. nóvember. Ljóst er að það verður erfitt að ná samningnum í gegnum þingið. Íhaldsflokkurinn er ekki í meirihluta heldur reiðir sig á stuðning norðurírska DUP-flokksins. Þingmenn DUP segjast líklegir til að greiða atkvæði gegn samningnum, telja að með honum sé Bretlandi sundrað. Þá eru bæði hörðustu Evrópu- og Brexit-sinnar innan Íhaldsflokksins ósáttir. Ef samkomulagið fer ekki í gegnum þingið mun Verkamannaflokkurinn pressa á að hans leið verði farin í málinu, sagði talsmaður Corbyns í gær og bætti við að ef þingið hafnaði samkomulaginu fælist í því eiginlegt, þó ekki bókstaflegt, vantraust á stjórn May.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26 Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Segir Brexit-drög hrikaleg fyrir Skotland Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, segir drögin að Brexit veita Norður-Írlandi ósanngjarnt forskot. 14. nóvember 2018 16:26
Hitafundur í Downing stræti Ríkisstjórnin ræðir útgöngusáttmála Bretlands og Evrópusambandsins. 14. nóvember 2018 19:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40