Nítján prósent styðja drög May Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. Ástæðan er óánægja með drög að samningi um útgönguna úr Evrópusambandinu sem samninganefndir Breta og ESB hafa náð samkomulagi um. Dominic Raab, ráðherra útgöngumála, sagði að alvarlegir gallar væru á drögunum og Esther McVey tók í sama streng. May var spurð spjörunum úr um drögin í gær, bæði á þingi og á blaðamannafundi. Á blaðamannafundinum sagðist hún ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að ósáttir Íhaldsmenn væru að sækjast eftir því að atkvæðagreiðsla um vantraust færi fram. „Ég trúi því af öllu mínu hjarta að stefnan sem ég hef markað sé sú rétta fyrir land okkar og þjóð,“ sagði May. Alls þurfa 48 þingmenn að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf um vantraust til að atkvæðagreiðsla fari fram. Jacob Rees-Mogg, harður andstæðingur May, sagði að í drögunum fælist engin raunveruleg útganga og skilaði sínu bréfi til nefndarinnar. Sky birti könnun í gær þar sem viðmælendur höfðu verið spurðir hvort þeim litist best á samning May, útgöngu án samnings eða að hætta alfarið við Brexit. Fjórtán prósent studdu May, 32 vildu engan samning og 54 ekkert Brexit. Að því er kom fram í könnun YouGov sögðust 19 prósent styðja samkomulagsdrögin, 39 prósent voru óviss og 42 andvíg. Sé horft til stuðningsfólks Íhaldsflokksins eins studdu 28 prósent drögin, 31 prósent var óvisst og 41 andvígt.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira