Sker upp herör gegn drukknum flugmönnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 10:42 Vonandi hefur sá sem stýrir þessari vél Japan Airlines ekki fengið sér of mikið sake fyrir flugið. Getty/s3studio Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi. Fréttir af flugi Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Japanska flugfélagið Japan Airlines (JAL) mun gera flugmönnum sínum að blása í áfengismæla áður en þeir setjast undir stýri. Blásturinn er liður í aðgerðum flugfélagsins sem ætlað er að stemma stigu við drykkjufaraldri meðal flugmanna Japan Airlines. Hið minnsta 12 flugferðum félagsins hefur seinkað vegna áfengisþambs flugmanna á síðustu 15 mánuðum og þá var flugmaður JAL handtekinn á Heathrow á dögunum vegna ölvunar. Í blóði flugmannsins, sem nafngreindur er sem Katsutoshi Jitsukawa á vef breska ríkisútvarpsins, mældist nífalt meiri vínandi en leyfilegt er á Bretlandseyjum - 189mg á hverja 100ml, en hámarkið fyrir flugmenn eru 20mg. Vandamálið er rakið til þess að í japönskum lögum er ekki kveðið á um það hversu ölvaðir flugmenn mega vera áður en þeir setjast undir flugvélastýrið. Þess í stað er það undir flugfélögunum sjálfum komið að setja sér reglur í þessum efnum. Japan Airlines segist líta málið alvarlegum augum og hefur flugfélagið í hyggju að innleiða ýmsar nýjungar svo að hægt verði að koma í veg fyrir sambærileg mál í framtíðinni. Ein þeirra er fyrrnefndur áfengismælir, sem flugmenn JAL munu þurfa að blása í áður en þeir hyggjast yfirgefa flugstöðvarnar. Flugmenn munu þar að auki ekki geta flogið fyrr en sólarhring eftir að áfengisdrykkjunni lýkur og þá verða kynntar til sögunnar ýmsar refsingar sem flugfélagið getur beitt flugmenn sem fara yfir strikið. Nú þegar er búið að kynna áfengismælinn til sögunnar á Heathrow og á innanlandsflugvöllum í Japan. Gert er ráð fyrir því að mælirinn verði kominn í gagnið á öðrum áfangastöðum JAL eftir helgi.
Fréttir af flugi Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira