Steve Kerr um Golden State liðið: Liðsandinn okkar er laskaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 12:30 Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018 NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira