Steve Kerr um Golden State liðið: Liðsandinn okkar er laskaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 12:30 Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors. Vísir/Getty Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018 NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors, viðurkenndi að rifildi Kevin Durant og Draymond Green hafi haft slæm áhrif á andann í liðinu hans. Kerr ræddi andlega þáttinn hjá Golden State Warriors eftir skell á móti Houston Rockets í NBA-deildinni í nótt. Golden State setti Draymond Green í eins leiks bann í leiknum á undan fyrir hegðun sína í klefanum eftir tap á móti LA Clippers. Green hafði þá verið að rífast við Kevin Durant. Draymond Green klúðraði síðustu sókn Golden State Warriors í Clippers-leiknum þegar það lá í augum uppi að koma boltanum sem fyrst á Kevin Durant og láta hann taka lokaskotið. Green tapaði boltanum og Golden State tapaði síðan leiknum í framlengingu. Sögur segja að þeir Kevin Durant og Draymond Green hafi látið ýmislegt flakka í rifildinu sem byrjaði út á gólfi en endaði inn í klefa. Green á meðal annars að hafa sagt að Golden State hafi unnið án Durant og þurfi ekki á honum að halda.Steve Kerr on the status of the Warriors “We’re banged up physically and banged up spiritually”. pic.twitter.com/7SesFmSSWA — Hoop Central (@TheHoopCentral) November 16, 2018Kevin Durant er með lausan samning eftir tímabilið og hefur talað um að hann ætli að ná í risasamning. Það er ólíklegt að Golden State geti boðið honum slíkan samning enda með marga launaháar stórstjörnur innanborðs. Durant vildi ekkert ræða þetta mál eftir tapið í nótt en Steve Kerr kom aftur á móti hreint fram. „Við erum svolítið laskaðir líkamlega og eins og er þá er liðsandinn okkar líka lasakaður,“ sagði Steve Kerr. „Við getum ekki farið í felur með það. Við verðum bara að safna í bollann okkar, ná andann upp á ný, ná í orkuna aftur og það munum við geta. Þetta er langt, langt tímabili. Við stöndum í ströngu núna en ég þekki mína stráka,“ sagði Kerr. Draymond Green átti skelfilegan leik á móti Houston Rockets og Kerr var sammála því. Kerr var aftur á móti ánægður með viðhorf leikmannsins og hrósaði keppnismanninum í honum.Steph Curry has been the to Steve Kerr's success #DubNationpic.twitter.com/Nkdx9hPWTt — Warriors Nation (@SFWarriorNation) November 15, 2018
NBA Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira