May fyllir í tóma ráðherrastóla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. Vísir/EPA Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi undir forsæti Theresu May var vafalítið orðin nokkuð tómleg eftir að tveir af æðstu ráðherrum hennar og tveir undirráðherrar sögðu af sér vegna óánægju með nýsamþykkt drög að Brexit-samningi sem kynnt voru í vikunni. May brást við stöðunni í gær og skipaði nýja ráðherra í allar stöðurnar. Í stað Dominics Raab er þingmaðurinn Stephen Barclay nú orðinn ráðherra útgöngumála. Skipanin kom nokkuð á óvart enda Barclay lítt þekktur í Bretlandi. Hann hafði verið í minna ráðherraembætti og barðist fyrir útgöngu á sínum tíma. Athyglisvert er að Barclay vann áður hjá bankanum Barclays en vert er að nefna að hann tengist ekki bankanum að öðru leyti, þrátt fyrir nafnið. Svo virðist þó sem May hafi gengið tiltölulega illa að fylla sæti Raabs. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því á vef sínum að umhverfismálaráðherranum Michael Gove, einum leiðtoga Brexit-sinna í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2016, hefði verið boðinn stóllinn og sömuleiðis þingmanninum Geoffrey Cox. Þeir eiga hins vegar báðir að hafa hafnað boði forsætisráðherrans. Amber Rudd var svo skipuð nýr vinnu- og eftirlaunamálaráðherra eftir afsögn Esther McVey. Skipan Rudd er langt frá því að vera óumdeild enda sagði hún af sér fyrr á þessu ári sem innanríkisráðherra vegna hins svokallaða Windrush-hneykslis. Málið snerist um ólögmæta fangelsun og brottflutning 63 einstaklinga, sem margir hverjir voru breskir ríkisborgarar og komu til landsins á áttunda áratugnum. Verkamannaflokksliðar voru óánægðir með skipan Rudd og sagði Jon Trickett, einn skuggaráðherra flokksins, að Rudd hefði gert starfsandann í innanríkisráðuneytinu óbærilegan og myndi nú taka við fjandsamlegu vinnu- og eftirlaunamálaráðuneyti. „Það lýsir örvæntingu veikburða forsætisráðherra að skipa smánaðan fyrrverandi ráðherra sem þurfti fyrir ekki svo löngu að segja af sér vegna hneykslis,“ sagði Trickett. Sjálf sagði Rudd að hún væri afar hamingjusöm með tækifærið. Starfið væri mikilvægt og stórt. Aðspurð um mögulegt vantraust á forsætisráðherrann sagði Rudd: „Nú er ekki rétti tíminn til að rísa gegn leiðtoga okkar. Við eigum þess í stað að standa saman og hafa það í huga hverjum við eigum að þjóna, það er að segja, öllu landinu. Af og til fæ ég áhyggjur af því að samstarfsmenn mínir einblíni of mikið á þingið sjálft.“ Til þess að vantraustsatkvæðagreiðsla um Theresu May fari fram þurfa 48 þingmenn Íhaldsflokksins að senda hinni svokölluðu 1922-nefnd flokksins bréf þar sem þess er krafist. Það hafa áberandi harðir Brexit-liðar nú þegar gert, til að mynda Jacob Rees-Mogg. Þeim þröskuldi hafði ekki verið náð í gær en samkvæmt BBC höfðu um 20 sagst opinberlega lýsa yfir vantrausti á May. Einn blaðamaður miðilsins sagði á Twitter að hugsanlega næðist 48 manna markið á mánudag.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Tengdar fréttir Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34 May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Hart sótt að May á þinginu Nokkrir meðlimir ríkisstjórnar Theresu May hafa sagt af sér vegna samningsdraga varðandi brottför Bretland úr Evrópusambandinu sem May er að reyna að fá samþykkt. 15. nóvember 2018 12:34
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Ærið verkefni hjá Theresu May Breska ríkisstjórnin samþykkti í gær drög að samningi vegna Brexit. Theresa May ræðir samninginn í þinginu í dag. Erfitt verður að koma málinu í gegnum þingið. Stefnt á leiðtogaráðsfund 25. nóvember. 15. nóvember 2018 08:00
Ríkisstjórn Bretlands styður útgöngusáttmálann Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þetta bestu niðurstöðuna fyrir bresku þjóðina. 14. nóvember 2018 19:40
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30