Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Sylvía Hall skrifar 18. nóvember 2018 11:49 Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa, segir að öllu starfsfólki verði boðin áfram vinna hjá fyrirtækinu. Fréttablaðið/Anton Brink Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10–11 verslanir og hefur samkeppniseftirlitið heimilað kaupin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verslanirnar sem um ræðir eru verslanir 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar. Öllu starfsfólki boðin vinna áfram „Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. „Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Segir kaupin styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu „Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á verslunum Basko styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar. Jafnframt er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári. „Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni. Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira
Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10–11 verslanir og hefur samkeppniseftirlitið heimilað kaupin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verslanirnar sem um ræðir eru verslanir 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar. Öllu starfsfólki boðin vinna áfram „Við hjá Samkaupum erum gríðarlega ánægð með niðurstöðuna enda eru þau heilla skref fyrir neytendur en kaupin munu auka á samkeppni á dagvörumarkaði á höfuðborgarsvæðinu“ segir Ómar Valdimarsson, forstjóri Samkaupa. „Það má búast við töluverðum breytingum á verslununum sem við munum skýra frá síðar. Fyrst af öllu ætlum við að fara yfir kaupin með því góða fólki sem starfar hjá okkur og kynna fyrir þeim hvaða breytingar koma til með að eiga sér stað. Það er samt ljóst að öllu starfsfólki verður boðin áfram vinna hjá Samkaupum,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa.Segir kaupin styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu „Samkaup er leiðandi fyrirtæki í viðskiptaháttum, vörugæðum og þjónustu sem og virkur þátttakandi í nærsamfélaginu. Kaupin á verslunum Basko styrkja stöðu Samkaupa á höfuðborgarsvæðinu og færa okkur enn nær íbúum þar,“ segir Ómar. Jafnframt er búið að undirrita samning þess eðlis að Samkaup festi kaup á verslunum Iceland á Akureyri og í Reykjanesbæ. Málið er á borði Samkeppniseftirlitsins og vænta má úrskurðar á næsta ári. „Grunnurinn í þjónustu Samkaupa er fjölbreytni og sveigjanleiki til þess að uppfylla hinar ýmsu þarfir viðskiptavina sem og tengsl við viðskiptavini í öllum byggðum landsins,“ segir að lokum í fréttatilkynningunni.
Neytendur Samkeppnismál Viðskipti Tengdar fréttir Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Sjá meira
Samkaup kaupir hluta verslana Basko Basko rekur verslanir undir merkjum 10-11, Iceland, Háskólabúðarinnar og Inspired By Iceland. 6. apríl 2018 14:39