Erfið vika framundan hjá May Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 23:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. EPA/DAVID LEVENSON Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi. Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Theresa May á erfiða viku í vændum. Sú vika bætist á erfiða daga en May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. May þarf að bæta ímynd samningsdraganna í augum ráðherra og þingmanna stjórnarandstæðunnar sem og þingmanna Íhaldsflokksins, en einhverjir þeirra eru að reyna að efna til atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu gagnvart henni. Þar að auki hafa nokkrir meðlimir ríkisstjórnar May sagt af sér. Í viðtali í dag sagði forsætisráðherrann að brotthvarf hennar myndi engan vegin gera Brexit-ferlið auðveldara. Þvert á móti yrði það erfiðara. Hún sagði að næstu sjö dagar yrðu mjög mikilvægir fyrir framtíð Bretlands.Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir þó að hans flokkur gæti gert betri samning áður en Bretland gengur úr ESB, sem á að gerast þann 29. mars næstkomandi. „Ríkisstjórnin er að reyna að þvinga slæmum samningi á okkur, sem mætir ekki þörfum lands okkar, með því að hóta okkur óreiðu og efnahagsskaða verði hann ekki samþykktur,“ sagði Corbyn í dag. Hann hefur lýst því yfir að þingmenn Verkamannaflokksins muni ekki veita samningnum atkvæði. Eins og áður segir hafa margir stjórnmálamenn í Bretlandi mótmælt og hefur verið dregið í efa að þingið muni semja drögin. Það er ljóst að þingmenn Íhaldsflokksins eru verulega ósammála um stöðu Bretlands gagnvart Evrópusambandinu og hafa þeir verið það um árabil. Þjóðaratkvæðagreiðsluna sjálfa má reka til þess að David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, vildi losna undan þrýstingi frá þeim meðlimum flokksins sem vildi endurskilgreina samband Bretlands og ESB.Sjá einnig: Hart sótt að May á þinginu Það er óhætt að segja að það verður erfitt fyrir May að ætla sér að bæta þetta opna sár innan flokksins á einni viku. Áætlað er að leiðtogar ESB muni koma saman þann 25. nóvember næstkomandi, næsta sunnudag, og ræða samninginn. May segir að hún muni funda með Jean-Claude Juncker, formanni framkvæmdastjórnar ESB, í aðdraganda fundarins en framvkæmdastjórnin segir að það muni ekki gerast án þess að árangri verði náð varðandi samþykkt samningsins í Bretlandi.
Bretland Brexit Tengdar fréttir May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56 Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35 Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22 Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27 May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00 Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
May staðföst á fréttamannafundi Forsætisráðherra Bretlands sagðist hafa mikla trú á drögunum að Brexit-samningnum á fréttamannafundi nú síðdegis. 15. nóvember 2018 17:56
Vantraust á May sagt líklegt Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London. 16. nóvember 2018 10:35
Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni. 18. nóvember 2018 10:22
Pundið fær að kenna á Brexit-ólgu Gengi breska pundsins hefur fengið að kenna á ólgunni í þarlendum stjórnmálum í dag. 15. nóvember 2018 16:27
May fyllir í tóma ráðherrastóla Forsætisráðherra Bretlands skipaði fjóra nýja ráðherra. Nýr ráðherra útgöngumála er tiltölulega óþekktur en verður líklega hliðhollur May. Nýr ráðherra vinnu- og eftirlaunamála er öllu þekktari og umdeildari. 17. nóvember 2018 08:00
Nítján prósent styðja drög May Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May sögðu af sér í gær. 16. nóvember 2018 07:30