Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 12:01 Hitinn sem myndaðist í kjarreldinum sem fór yfir Paradís var svo mikill að lík gætu hafa brunnið upp til agna þannig að ómögulegt verður að finna þau. Vísir/EPA Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00