Vill banna bílaumferð í miðborg Parísar Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2018 13:52 Anne Hidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Getty/Bloomberg Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Borgarstjóri Parísar segist stefna að því að banna bílaumferð í stórum hluta miðborgar frönsku höfuðborgarinnar á næstu árum.Le Figaro segir frá því að Anne Hidalgo vilji að fjögur af tuttugu hverfum borgarinnar (arrondissements) verði bíllaus. Um er að ræða fyrsta, annað, þriðja og fjórða hverfi borgarinnar, norðan Signu, þar sem meðal annars má finna listasöfnin Louvre og Pompidou og bæjarhlutann Marais (Mýrin). Auk gangandi og hjólandi vegfarenda eru rafknúnir strætisvagnar einu farartækin sem eiga að fá að fara um svæðið.París andar Skrefið er það nýjasta í áætlun Hidalgo þegar kemur að því að draga úr mengun í borginni – áætlun sem hefur gengið undir nafninu „Paris Respire“, eða París andar. Fyrsta skref áætlunarinnar var tekið árið 2016 þegar lokað var fyrir bílaumferð á ákveðnum götum á sunnudögum. Þá var breiðstrætið Champs-Élysées gerð bíllaus einn sunnudag í mánuði. Borgaryfirvöld í París ákváðu að grípa til aðgerða eftir birtingu skýrslu franskra heilbrigðisyfirvalda þar sem fram kom að mengun dragi um 48 þúsund manns til dauða í Frakklandi á ári hverju.Listasafnið Louvre.Getty/Marc PiaseckiFranskir fjölmiðlar segja að leiðtogar umræddra hverfa hafi haft frumkvæði af því að fækka bílum með þessum hætti. Síðar í vikunni verður til umræðu hvort beri að banna bílaumferð í hverfunum á sunnudögum, frá lokum næsta árs. Verði Hidalgo endurkjörin borgarstjóri árið 2020 stefni hún svo að því að bannið muni gilda alla daga vikunnar.Hert að gömlum einkabílumHidalgo tók við embætti borgarstjóra í Frakklandi árið 2014. Undir stjórn hennar hefur verið lagt bann við að aka bílum, framleiddum fyrir árið 1997, inn í miðborgina milli átta á morgnana og átta á kvöldin á virkum dögum. Sömuleiðis er bannað að keyra dísilbílum, framleiddum 2001 eða fyrr, inn í miðborgina. Á næsta ári mun bannið ná til dísilbíla, framleiddum 2005 eða fyrr. Áfram verði unnið að herða reglurnar þannig að allir dísilbílar verði alfarið bannaðir árið 2024 og bensínbílar árið 2030.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48 Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Eldri borgarar í París fá frítt í lestir og strætó Sósíalistinn Anne Hidalgo, sem hefur gegnt borgarstjóraembættinu í París frá árinu 2014, kveðst vona að breytingin verði til að fleiri skilji bílinn eftir heima. 10. janúar 2018 13:48
Eldri bílar bannaðir í París Árið 2020 verða bílar eldri en af árgerð 2011 bannaðir í borginni. 16. febrúar 2015 09:30