Maður lét lífið í árás hákarls í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 10:57 Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins. EPA/AAP Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent