Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 18:43 Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. Samsett mynd Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að erfið staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs. Kaup Icelandair Group á WOW air, sem tilkynnt var um gær, hafi því verið ákveðinn léttir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi því samruninn, gangi hann eftir, eyðir þeirri óvissu sem verið hefur í ferðaþjónustunni á Íslandi. „Það kom greinilega í ljós um síðustu mánaðamót að staðan væri jafnvel verri en menn voru að vonast til,“ segir Jóhannes Þór sem var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag.Hefði þýtt stórt áfall fyrir efnahagslífið Án samrunans hefði staðan geta orðið mun verri fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. „Hinn kosturinn í stöðunni var það að WOW hyrfi af markaði og það hefði þýtt mjög mikið og stórt áfall fyrir ferðaþjónustuna og þar með íslenskt efnahagslíf í heild sinni.“ Hann tekur mið af greiningu samráðshóps Stjórnarráðsins sem hafi gert ráð fyrir afdrifaríkum afleiðingum eins og atvinnuleysi og lækkun á hagvexti hefði annað hvort flugfélaganna farið í þrot.Kaup Icelandair Group á WOW air voru tillkynnt í gær.Óvissunni að mestu eytt „Menn horfa þá inn í næsta vetur og sumar með vissu um hvernig þetta muni verða. Svo verðum við að sjá hvernig aðrir hlutir þróast í þessu, hvernig Icelandair ætlar að haga þessum samruna og hvaða leiðir þeir ætla að leggja áherslu á og svo framvegis,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hafi þurft að glíma við mikinn kostnað að undanförnu, bæði vegna gengis-og launaþróunar og að fyrirsjáanleiki sé því kærkominn fyrir efnahagslífið. Tímaspursmál hvenær miðaverð hækkar Jóhannes Þór segir að það sé eðlilegt að landsmenn séu að velta fyrir sér mögulegum áhrifum samrunans fyrir hinn almenna neytanda. Hann segir að það sé nær óhjákvæmilegt að flumiðaverð muni hækka með tíð og tíma bæði í ljósi þess að aukin samkeppni hafi keyrt niður miðaverð og vegna hás olíuverðs. „Það er bara tímaspursmál hvenær það [miðaverð hækki] gerist og það á ekki bara við um Ísland og íslensk flugfélög, það á við í rauninni um flugfargjöld yfir Atlantshafið og í heiminum yfir höfuð,“ segir Jóhannes Þór sem bætir við að ein af undirrótum vanda WOW air hafi verið hvað flugfargjöld hafi lækkað mikið á undanförnum árum. Jóhannes Þór telur því óhætt að áætla að farmiðaverð muni hækka upp að einhverju marki en bætir við að það sé að öllum líkindum óþarfi að hafa áhyggjur af því að það muni hækka upp í rjáfur.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í heild. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að erfið staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs. Kaup Icelandair Group á WOW air, sem tilkynnt var um gær, hafi því verið ákveðinn léttir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi því samruninn, gangi hann eftir, eyðir þeirri óvissu sem verið hefur í ferðaþjónustunni á Íslandi. „Það kom greinilega í ljós um síðustu mánaðamót að staðan væri jafnvel verri en menn voru að vonast til,“ segir Jóhannes Þór sem var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag.Hefði þýtt stórt áfall fyrir efnahagslífið Án samrunans hefði staðan geta orðið mun verri fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. „Hinn kosturinn í stöðunni var það að WOW hyrfi af markaði og það hefði þýtt mjög mikið og stórt áfall fyrir ferðaþjónustuna og þar með íslenskt efnahagslíf í heild sinni.“ Hann tekur mið af greiningu samráðshóps Stjórnarráðsins sem hafi gert ráð fyrir afdrifaríkum afleiðingum eins og atvinnuleysi og lækkun á hagvexti hefði annað hvort flugfélaganna farið í þrot.Kaup Icelandair Group á WOW air voru tillkynnt í gær.Óvissunni að mestu eytt „Menn horfa þá inn í næsta vetur og sumar með vissu um hvernig þetta muni verða. Svo verðum við að sjá hvernig aðrir hlutir þróast í þessu, hvernig Icelandair ætlar að haga þessum samruna og hvaða leiðir þeir ætla að leggja áherslu á og svo framvegis,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hafi þurft að glíma við mikinn kostnað að undanförnu, bæði vegna gengis-og launaþróunar og að fyrirsjáanleiki sé því kærkominn fyrir efnahagslífið. Tímaspursmál hvenær miðaverð hækkar Jóhannes Þór segir að það sé eðlilegt að landsmenn séu að velta fyrir sér mögulegum áhrifum samrunans fyrir hinn almenna neytanda. Hann segir að það sé nær óhjákvæmilegt að flumiðaverð muni hækka með tíð og tíma bæði í ljósi þess að aukin samkeppni hafi keyrt niður miðaverð og vegna hás olíuverðs. „Það er bara tímaspursmál hvenær það [miðaverð hækki] gerist og það á ekki bara við um Ísland og íslensk flugfélög, það á við í rauninni um flugfargjöld yfir Atlantshafið og í heiminum yfir höfuð,“ segir Jóhannes Þór sem bætir við að ein af undirrótum vanda WOW air hafi verið hvað flugfargjöld hafi lækkað mikið á undanförnum árum. Jóhannes Þór telur því óhætt að áætla að farmiðaverð muni hækka upp að einhverju marki en bætir við að það sé að öllum líkindum óþarfi að hafa áhyggjur af því að það muni hækka upp í rjáfur.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í heild.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30